Ráðunautafundur - 15.02.1991, Blaðsíða 198
-190-
beinproblemer", Gris i ’90, Stavanger 3. og 4. november 1989). Hér á landi ber lítið
á fótagöllum í svínum.
í sambandi við þessa tilvitnun sem hér er fjallað um voru fengnar upplýsingar um
það hve oft gyltur á ákveðnu svínabúi hér á landi gutu á æviskeiðinu. Teknar voru
gyltur sem fæddust á árunum 1982 og 1983 og þeim fylgt eftir til æviloka og talið hve
oft hver um sig hafði gotið. Árið 1982 voru alls settar á 98 gyltur og 70 gyltur árið
1983. Árið 1982 var verið að fjölga ört í stofninum og sett á hátt hlutfall af
unggyltum. Úr þeim hópi var síðan fellt miskunnarlaust á unga aldri gyltum sem ekki
uppfylltu skilyrði um frjósemi eða voru gallaðar að öðru leyti. Að meðaltali gutu
gyltur í þessum árgangi 5,14 sinnum.
Gylturnar sem settar voru á árið 1983 voru betur valdar heldur en fyrra árið og
var minna fellt úr þeim á unga aldri. Sá árgangur entist mun betur heldur en sá fyrri
og meðalfjöldi gota á gyltu í 1983 árganginum var 6,65 got.
Bragðgæði kjötsins
Fyrir 4-5 árum var allmikið um að neytendur kvörtuðu um að íslenskt svínakjöt væri
of feitt. Nú hefur flestum svínabændum, sem eru með nákvæmt skýrsluhald og þá um
leið skynsamlegar kynbætur, tekist að koma til móts við kröfur neytenda um fituminna
svínakjöt, einkum eftir að nýjar matsreglur öðluðust gildi 1. september 1988. Arfgengi
fitumála er hátt (0,5-0,6), þess vegna er tiltölulega auðvelt að minnka fitusöfnun grísa
mjög mikið, en varast ber að ganga of langt í þessum efnum þar sem kjöt af hóflega
feitum svínum þykir betra á bragðið heldur en af mögrum svínum.
Svínakjötsframleiðslan lýtur sömu grundvallarreglum og önnur framleiðsla það er
að segja að framleiðsluvaran verður að vera í samræmi við gæðakröfur og kaupgetu
neytenda, ef hún á að seljast.
f neytendakönnun, sem gerð var hér á landi haustið 1989, töldu aðspurðir að
svínakjötið fullnægði best gæðakröfum af öllum kjöttegundum sem um var spurt.
Einnig töldu aðspurðir að verðið á svínakjöti væri hagstæðast af þeim kjöttegundum
sem spurt var um (Neytendablaðið, 4. tbl. 1989, bls. 8-9).
í greininni „Hvernig horfir um kjötframleiðsluna á fslandi ?" eftir Agnar Guðnason
(Freyr, 10. maí 1990, bls. 396-397) stendur meðal annars:
•En það er önnur kjötframleiðsla sem mun keppa við kindakjötið í mun
meira mæli í framtíðinni en verið hefur og það er svínakjöt. Svínabændum
hefur tekist að ná svo góðum tökum á framleiðslunni, á svo ótrúlega
skömmum tíma, að það nálgast kraftaverk miðað við þann svínastofn sem
til er í landinu.
Svínakjöt hefur batnað svo mikið á seinni árum, að það telst til