Ráðunautafundur - 15.02.1991, Blaðsíða 46
-38-
Grcenfóður til beitar. Á 5. mynd er sýndur kostnaður á fóðureiningu í grænfóðri sem nýtt
er til kúabeitar. Sumarhaframir eru dýrastir í ræktun en vetrarhaffarnir og byggið eru lítið
eitt ódýrari eða 0,5-2,7 kr/FE, eftir uppskem. Næst í röðinni er rýgresið og þar er
sumarafbrigðið 0,3-0,9 kr/FE dýrara en vetrarafbrigðið. Ódýrastar og nánast jafndýrar eru
seinsprottnu tegundimar, vetrarrepja og fóðumæpa.
Miðað við væntanlega uppskeru snemmþroska tegundanna samkvæmt 5. töflu kemur
sumarrýgresið skást (2800 FE/ha, 17,7 kr/FE) og byggið verst (2600 FE/ha, 21,4 kr/FE) út
kostnaðarlega. Nýtingartími sumarrýgresisins er jafnframt hagstæðastur (2. mynd).
Af seinþroska tegundunum era vetrarhaframir (3500 FE/ha, 16,2 kr/FE) og
vetrarrýgresið (2900 FE/ha, 16,6 kr/ha) dýrast í ræktun. Engu að síður geta þær verið
eini valkosturinn þar sem t.d. kálflugan er skæð. Vetrarrepjan (3500 FE/ha, 13,1 kr/FE)
og þó sérstaklega fóðumæpan (4800 FE/ha, 9,5 kr/FE) era þær grænfóðurtegundir sem
ódýrastar eru í ræktun miðað við uppskeruvæntingar. Er það í samræmi við ályktanir og
skoðanir annarra (t.d. Ríkharð Brynjólfsson 1987, Matthías Eggertsson 1979, 1990). Þó
má benda á að við beit mjólkurkúa á kál þarf meiri aðgæslu og eftirlit með gripum
samanborið við t.d. rýgresisbeit.
Ljóst er að snemmþroska tegundir era dýrastar í ræktun í þessari úttekt. Jafnframt hafa
bygg og sumarhafrar stuttan nýtingartíma. Skoða þarf hvort beit á áborna há seinni part
sumars skili ekki jafnmiklum arði og beit á snemmþroska grænfóður en rækta í staðin
einungis seinþroska tegundir til haustbeitar.
Grænfóður til beitar handa mjólkurkúm (10-20 kr/FE) getur skilað miklum arði hvort
sem miðað er við afurðir (kg mjólk/ha) eða í samanburði við aðkeypt kjamfóður (30
kr/FE).
Á 6. mynd er sýndur kostnaður á fóðureiningu í grænfóðri fyrir sláturlömb. Myndin
er í öllum meginatriðum eins og fyrir kúabeitina enda kostnaður sá sami nema heldur minni
við beitamýtingu. Hins vegar er nýting grænfóðursins áætluð mun lægri (50%) við
lambabeitina og kostnaður á nýtta fóðureiningu því hærri miðað uppskeruvæntingar.
Tegundir sem teknar era með í þessum samanburði era vetrarhafrar, rýgresi, vetrarrepja og
fóðumæpa. Kostnaður á FE er verulega háður þeirri nýtingu sem miðað er við. Við 50%
nýtingu er kostnaður á FE 13-24 kr eftir tegundum en lækkar í 9-16 kr ef nýtingin er
hækkuð í 75%. Fóðumæpan er lang ódýrast í ræktun miðað við uppskeruvæntingar en
rýgresið og haframir dýrastir. Ef lömbin þurfa til vaxtar og viðhalds 15 FE fyrir hvert kg
í fallþungaaukningu (Sigurgeir Þorgeirsson, persónulegar upplýsingar) og bóndinn fær 400
kr fyrir kg af kjöti þá er ljóst að fóðureiningin má ekki kosta meira en 26-27 kr svo
einhver arður sé af grænfóðurræktuninni. Við 2000 nýttar FE/ha og 20 kr/FE er arðurinn