Ráðunautafundur - 15.02.1991, Blaðsíða 121
-113-
Takmarkið er án efa „eins dags heyskapur", þ.e. aö Ijúka megi
fóðuröflun af hverri spildu innan vinnudagsins. Forþurrkunin þarf að ganga hratt,
bæði til þess að öndun og efnatap veröi sem minnst og að líkur verði meiri á því að
heyið náist óhrakið í geymslu. Víða er forþurrkunin enn veikur hlekkur í
heyskapnum, og ekki fullnýttir ýmsir möguleikar, sem þar eru til úrbóta (Bjarni
Guðmundsson 1982).
Takmörkuð raforka hefur sett þróun súgþurrkunar nokkrar skorður. Með
virkjun jarövarma hefur þó allvíða tekist að margfalda þurrkunarafköstin. Bætt
orkunýting er eitt brýnasta viðfangsefni á sviði súþurrkunar.
Votheysgeröin hefur verið veikur þáttur fóðuröflunar undanfarið. Efnatapið
hefur orðið of mikið og fóðurgæðin ófullnægjandi. Yfirburði á aðferðin þó að geta
haft, verði mjólkursýrugerjunin ríkjandi, en þá verður þurrefnistap viö verkun og
geymslu votheysins vart meira en 5% (Wilkins 1989). Með hæfilegri forþurrkun og
að vissu marki meö notkun áreiðanlegra hjálparefna má ná verulegu öryggi í
verkun votheysins (Gordon 1989). Þótt öryggi votheysverkunar hafi ekki enn náð
sama stigi og ýmis önnur líftækni landbúnaðarins (t.d. ostagerð, skyrgerð og
ölgerð), má þó oftast rekja óviðunandi verkunarárangur til þess að eitt eða fleiri
löngu þekkt lögmál votheysgerðarinnar hafa verið brotin.
Margt bendir til þess að með rúllubaggatækninni hafi bændur almennt náð
betri tökum á heyverkuninni en áöur gerðist meö hefðbundinni votheysgerð. Með
hæfilegri forþurrkun, eins og ráðlögð hefur verið, minnkar hætta á smjörsýrugerö í
heyinu. Auðvelt er að flokka hey í rúllum eftir gæðastigi og þannig á fóðrun aö geta
orðið markvissari en áður. Nýting háar (seinni sláttar) og grænfóöurs getur einnig
orðið markvissari, m.a. vegna þess að í rúllum má súrsa tiltölulega lítið heymagn.
Alla þessa kosti verður að nýta til hlítar, eigi að halda kostnaði viö verkun heysins
niöri.
En fleira kemur til. Hagkvæmni stærðar hinnar nýju véltækni og afköst hennar
verður óvíöa hægt að nýta nema til komi samvinna fleiri búa, verktakastarf ellegar
veruleg stækkun einstakra rekstrareininga.
Og svo að síðustu: Það ertöluvert umhugsunarefni, hve langt skuli gengið í því
að láta forgengilega og oft mengandi orku (plast) koma í staö hreinnar,
endurnýjanlegrar og innlendrar orku (fallvötn, jarðvarmi) við verkun heys.
Lokaorð
• Þörf er meiri nákvæmni viö gæöstjórn heyöflunarinnar (ræktun -
sláttutími - efnatap viö verkun heysins).
• Leita þarf leiöa til þess aö hraöa forþurrkun heys á
vellinum, og nýta betur möguleika á því sviöi (nýting véla og
vinnu - veöuráhætta).
• Bæta má enn orkunýtingu viö súgþurrkun (tækjaval - stýritækni)
• Fylgjast veröur vel meö nýjum möguleikum, sem kunna aö opnast til
öruggari verkunar votheys (véltækni - gerlar - hvatar).
• Viö þurfum aö líta á heyöflunina sem heild - sem feril verka frá slætti til
afuröa á hinu einstaka búi - í mun meira mæli en gert hefur
veriö (fóöurnýting - framleiöslukostnaöur).