Ráðunautafundur - 15.02.1991, Page 47
-39-
skv þessu um 13.000 kr. en við 3000 FE/ha og 15 kr/FE er arðurinn um 35.000 kr. Hér
er allur kostnaður af ræktuninni lagður á lambabeitina en það grænfóður sem lömbin nýta
ekki geta aðrir gripir þó oft vel nýtt.
Aðrir þættir svo sem landgæði, fjárfjöldi og fullvirðrisréttur geta að sjálfsögðu haft
mikil áhrif á væntanlega arðsemi grænfóðurræktar og þá getur áborin há að hluta til koinið
í stað grænfóðurs (Halldór Pálsson, Ólafur Gumundsson og Stefán Sch. Thorsteinsson
1981). Ekki verður reynt að meta þessa þætti hér.
Grœnfóður til rúlluverkunar. Hér er einungis skoðuð verkun á höfrum, byggi og rýgresi
en eins og getið er um áður er verkun á repju í rúllum einnig þekkt. A 7. mynd er sýndur
kostnaður á FE sem fall af uppskeru. Þar kemur fram að fóðureining í verkuðu grænfóðri
er 5-22 krónum dýrari en FE í vallarfoxgrasi miðað sömu uppskeru. Ef tekið er tillit til
væntanlegrar uppskera tegundanna skv. 5. töflu er kostnaður á FE 6-14 kr meiri í grænfóðri
en í vallarfoxgrasinu. Við lækkun á áætluðum endingartíma vallarfoxgrass úr 10 árum í
5 ár hækkar kostnaður á FE um 1,3-1,6 kr eftir uppskera.
Samanburður innan grænfóðurtegundanna er vetrarhöfrunum í hag og af þeim ættu að
fást flestar og ódýrustu fóðureiningamar (3700 FE/ha, 19,7 kr/FE). Rýgresið er þó ekki
langt undan með 3000 FE/ha og 20,4 kr/FE en byggið kemur lakast út í þessum
samanburði (2800 FE/ha, 25,5 kr/FE). Forþurrkun á seinsprottnum afbrigðum getur þó
verið vandkvæðum bundin þar sem þau era ekki sláttuhæf ef nást á hámarksuppskera fyrr
en komið er fram á haust. Lægra þurrefni við hirðingu hækkar kostnað vegna fjölgunar á
rúllum. Við athugun kom í ljós að kostnaður á FE eykst um 2-3 krónur ef þurrefnið fer
niður í 20%.
Ræktun grænfóðurs til sláttar og verkunar í rúllum kemur ekki vel út kostnaðarlega
f samanburði við snemmslegið forþurrkað vallarfoxgras. Verkun grænfóðursins verður
jafnframt að teljast óöraggari vegna oft erfiðari skilyrða við hirðingu. Þó getur kal eða
fyrirsjáanlegur fóðurskortur gert það æskilegt að verka grænfóður en ríkisframlag til
grænfóðurræktunnar er enn veitt vegna mikilla kalskemmda (Óttar Geirsson, persónulegar
upplýsingar).
Hér verður ekki metið hvort vallarfoxgrasið geti að fullu komið í stað grænfóðurs til
fóðranar, enda er það veralega háð þeim gripum sem um væri að ræða. Niðurstöður á
efnainnihaldi og meltanleika túngrasa benda þó til þess að gæði snemmslegins heys geti
verið sambærileg (Gunnar Ólafsson 1979).
Ef grænfóðurverkun er hins vegar borin saman við aðkeypt kjarnfóður á t.d. 30 kr/FE
verður samt að teljast líklegt að ræktunin skili arði miðað við þær forsendur sem hér era