Ráðunautafundur - 15.02.1991, Blaðsíða 166
3. tafla. Umfang skýrsluhalds x loðdýrarækt 1985-1990.
Ár Minkxxr Refur
Fjöldi paraðra læða Fjöldi hvolpa v/fráfærur % af læðum Fjöldi paraðra læða Fjöldi yrðlinga v/fráfærur % af læðum
1985 2074 30,0 711 ca. 5,0
1986 6742 50,2 3848 24,7
1987 16934 72468 74,1 5689 24920 31,3
1988 43071 178754 89,7 4777 21954 29,4
1989 52174 200906 71,5 1932 8010 25,0
1990 23788 89698 57,4 834 2731 13,9
einkunn fyrir alla einstaklinga á hverju búi sem grundvallast á upplýsingum fengnun
úr skýrsluhaldinu.
D. Mat á erfðastuðlum
Upplýsingar um erfðastuðla fyrir þá eiginleika sem óskað er að bæta með skipulögðu
ræktunarstarfi er nauðsunleg forsenda fyrir kynbótaskipulagi fyrir viðkomandi búfjár-
tegund. í loðdýraræktinni er mun minna til af upplýsingum um erfðastuðla fyrir hina
ýmsu eiginleika samanborið við aðrar búfjártegundir. Þetta stafar m.a. af þeim
viðhorfum sem ríktu lengi vel um kynbætur í loðdýraræktinni og einnig af vöntun á
umfangsmiklum samstæðum gagnasöfnum. Á síðustu áratugum hafa orðið nokkrar
breytingar í þessum efnum en samt sem áður er nauðsynlegt, á allra næstu árum, að
leggja verulega áherslu á að mat á erfðastuðlum fyrir mikilvægustu eiginleika í
loðdýraræktinni. Á það má einnig benda að gagnasöfnin sem notuð hafa verið við
mat á erfðastuðlum eru lítil og þar af leiðandi eru erfðafylgni stuðlar mjög
óáreiðanlegir. Þá eru feld- og skinnaeiginleikar skiigreindir á marga ólrka vegu sem
gerir samanburð á stuðlunum erfiðan og í sumum tilvikum alls óraunhæfan.
Af rannsóknum á erfðastuðlum fyrir eiginleika í minkarækt má nefna rannsóknir
I. Johansson (1965), EJ. Einarsson (1981) og J. Kjær (1988) varðandi frjósemi og
hvað varðar stærð og feld- og skinneiginleika má nefna rannsóknir M.B. Jónsson
(1971, 1989), Olausson (1976), Reitan (1977), E.J. Einarsson (1988) og O. Lohi o.fl.
(1990) í minkarækt og rannsóknir H. Kenttámies (1988) og M.B. Jónsson (1989) í
refarækt. Margar þessar rannsóknir hafa byggt á tiltölulega litlum gagnasöfnum og
því ber að taka stuðlana sem vísbendingar og meðhöndla þá sem slíka.