Ráðunautafundur - 15.02.1991, Blaðsíða 217
-209-
samband við fituhlutfall skrokksins af einstökum málum, sem mæld verða með öryggi
án sundurskurðar. Hins vegar liggja fyrir niðurstöður úr rannsóknum, sem sýna
ótvírætt, að samband fituþykktar og vefjahlutfalla er breytilegt eftir fjárstofnum og
tengist beint vaxtarlagi fjárins. Þetta er sýnt í 4. og 5. töflu. Sú fyrri sýnir samband
fituþykktar á síðu við vöðva- og fituhlutfall dilkaskrokka úr þremur sláturhúsum
haustið 1982, annars vegar fyrir stjömuflokk eins og hann var þá metinn og hins vegar
fyrir 1. flokk. Þar kemur fram, að vöðvahlutfall var eins í báðum flokkum, þegar
síðufitan var 4 mm þykkari á stjömuflokk en 1. flokk, en fituhlutfallið var eins þegar
þessi þykktarmunur var 2 mm. í 5. töflu era borin saman föll frá Hesti og Skriðu-
klaustri. Við blasir gjörólíkt vaxtarlag, þar sem föllin frá Hesti era öll styttri og
þykkvaxnari, t.d. með u.þ.b. 20% meira flatarmál á þverskurði bakvöðvans. Fituþykkt
á baki er sú sama en fita á síðunni 2,6 mm þykkari á Hestlömbunum, sem þrátt fyrir
það hafa eins hátt vöðvahlutfall og aðeins lítillega hærra fituhlutfall.
4. tafla. Áhrif vaxtarlags (skv. flokkun) á samband fituþykktar á síðu (J) og vefjahlutfalla skrokksins.
(Kjöt frá Selfossi, Borgarnesi og Norðurfirði 1982).
6 Fituþykkt á síðu, J 8 10 12
Vöðvi - % DI* 60,2 58,8 57,5 56,1
DI 57,8 56,4 55,1 53,7
Fita - % DI* 22,3 24,5 26,7 28,8
DI 24,2 26,4 28,5 30,7
Það blasir við eftir þennan samanburð, að þéttvöxnu föllunum er mun hættara
við að falla í mati eftir gildandi reglum, enda þótt vöðvahlutfall þeirra sé jafnhagstætt
eða betra og vöðvaþykktin öll meiri, sem í sjálfu sér er mikilvægur gæðaeiginleiki.
Af þessu má ljóst vera, að núverandi matsreglur eru meingallaðar og geta beinlínis
unnið gegn kynbótastarfi fyrir bættum kjötgæðum. Við það verður ekki unað.
Lágmarkskrafa til lagfæringar á matskerfinu er sú, að tekið sé tillit til vöðvafyllingar
og fitudreifingar, þannig að best gerðu skrokkarnir séu felldir milli fituflokka við
a.m.k. 2 mm hærri mörk en lakasti hlutinn. Hér er ekki lagt til, að slakað sé á
meðalkröfum, heldur einungis að reynt sé að meta eftir raunverulegum gæðum, og þá
sýna fyrirliggjandi gögn, að færa skuli mörkin niður fyrir verst gerðu föllin og upp fyrir
þau sem hafa „stjömu'-vaxtarlag.