Ráðunautafundur - 15.02.1991, Blaðsíða 212
-204-
- Tvævetlulömb, sem nemur 7% af meðalfallþunga tvílembingshrúta og
þrevetlulömb 3% af sömu viðmiðun.
Þungi gemlingslamba er reiknaður sérstaklega. Tvflemingar fá 20% viðbót við
fallþunga, en aðrar leiðréttingar eru eins og fyrir eldri ærnar. Síðan eru öll
gemlingslömb umreiknuð í tvflembingshrúta með margfeldisstuðli, sem er hlutfall af
meðalfallþunga tvílembingshrúta undan fullorðnum ám og gemlingslamba á sama búi.
Eftir þetta eru einkunnir gemlinganna reiknaðar á sama grundvelli og fyrir fullorðnar
tvílembur.
Það er algengt, að meiri breytileiki sé í vænleika gemlingslamba en annarra
lamba. Margfeldisstuðulinn, sem notaður er til að umreikna gemlingslömb að
meðaltali tvflembingshrúta undan fullorðnum ám, eykur enn á þennan breytileika, og
því er hætta á, að frávik í einkunnum veturgamalla áa séu nokkuð ýkt. Þau áhrif
verða síðan viðvarandi í einkunnum ánna, en fara þó dvínandi eftir því sem
afurðaárunum fjölgar.
Þungi ánna. Við einkunnagjöf eru gerðar meiri afurðakröfur til þungra áa en léttra,
vegna þess að þær eru þyngri á fóðrum. Janúarþungi er lagður til grundvallar þessari
leiðréttingu, sem nemur 80 g af kjöti fyrir hvert kg, sem ærin víkur frá búsmeðaltali.
Veturgömlu ærnar eru miðaðar við meðalþunga síns árgangs.
Afurðir-einkunn. Svo sem áður greindi, fá allar ær á búinu einkunnir á skalanum 0,1-
9,9 og meðalærin 5,0.
I 1. töflu er sýnt það frávik í heildarafurðum frá búsmeðaltali, sem þarf fyrir
tvílembu og einlembu til þess að afurðaeinkunn hækki eða lækki um eitt stig. Á
fyrsta ári er þessi tala 2,4 kg hjá tvflembu og 1,4 kg hjá einlembu, en vegna þess að
öryggi upplýsinganna eykst eftir því sem afurðaðárin verða fleiri, þá minnka frávikin
með hverju ári sem bætist við í útreikningi einkunnar.
1. tafla. Afurðamagn (kg dilkakjöts) að baki hverju einu stigi í afurðaeinkunn áa og áhrif árafjölda.
Fj. afurðaára Tvílembur Einlembur
1 2,4 1,4
2 1,6 1,0
3 1,5 0,9
4 1,4 0,8
5 1,3 0,7