Ráðunautafundur - 15.02.1991, Blaðsíða 80
-72-
RÁÐUNAUTAFUNDUR 1991
Grasfræblöndur
Ríkharð Brynjólfsson
Bœndaskólanum á Hvanneyri
Við túnrækt hér á landi, líkt og í nágrannalöndunum, er almennt mælt með og notuð
blanda tegunda þegar sáð er til túns. Rök fyrir því að nota blöndur frekar en hreinar
tegundir eru margvísleg og hafa víða verið rakin. Hér verður látið nægja að vitna til
ritgerðar Ólafs Jónssonar, Sáðsljetta og grasfræ í Handbók fyrir bændur sem út kom
1926.
1. Vaxtarrými og næring jarðvegsins notast betur, því kröfur jurtanna eru
mismunandi til hvorttveggja.
2. Sljetturnar eiga að vera árvissari, ein tegundin vex betur þetta árið,
önnur hitt árið.
3. Sumar grastegundir virðast halda sér betur í blöndu með öðrum grasteg-
undum, heldur en einar sér. Þetta getur stafað af því, að tegundirnar á
einhvern hátt bæti ásigkomulag jarðvegsins hver fyrir aðra. Þannig geta
belgplönturnar, t.d. með hjálp bakteria, sem lifa á rótum þeirra, tileinkað
sér köfnunarefni loftsins, er síðarþá er ræturnar leysast sundur, geta
komið öðrum jurtum að notum.
4. Fóður af blönduðum jurtagróðri verður venjulegast fjölbreyttara, síður
hætt við, að í því sé skortur á einhverju lífsnauðsynlegu efni, heldur en
ef um einhæfan gróður er að ræða.
Framan af öldinni voru þær grasfræblöndur, sem ráðlagðar voru, með mörgum
tegundum, þannig er blanda sem Sigurður Sigurðsson (1910) ráðleggur til nota í holt-
og valllendi með 14 tegundum, en mýrlendisblandan hefur 8 tegundir. í áðurnefndri
grein Ólafs Jónssonar mælir hann með einfaldari blöndum, önnur tveggja blandna á
holt og harðvelli hefur aðeins fjórar tegundir, auk hvítsmára. Sturla Friðriksson
(1955) sýnir hvaða tegundir voru í mest notuðu fræblöndunum frá 1930-1951, þó ekki
í hvaða hlutföllum þær eru. Yfirleitt voru í þeim 8-10 tegundir. í framhaldi af
rannsóknum sínum á gróðurfari túna og endingu sáðgresis mælir hann með þrenns
konar blöndum, harðlendisblöndu með uppistöðu af háliðagrasi, túnvingli og língresi
og jafnvel snarrót að auki. Valllendisblandan hefði vallarfoxgras að uppistöðu með
sveifgrösum og túnvingli. Báðar þessar blöndur telur Sturla að ættu að vera með
smára. Þriðja blandan, fyrir mýrlendi, væri án smára, en annars svipuð valllendis-
blöndunni. Má segja að enn sé byggt á þessum grunni.
í Handbók bænda 1960 (Ólafur Jónsson 1960) er grasfræblöndum skipt í einhæfar