Ráðunautafundur - 15.02.1991, Page 150
-142-
ÓBEINT ÚRVAL
Segja má að áhugi á óbeinu úrvali fyrir tilteknum eiginleikum sé jafn gamall
búfjárrækt. Tæpast verður annað ætlað en þeir sem mótuðu mörg búfjárkyn í Evrópu
á síðustu öld og lögðu mikla áherslu á að velja þau eftir t.d. ákveðnum Htamunstrum,
hafi m.a. gert það vegna trúar á að þetta ákveðna útUt hefði í för með sér
eftirsóknarverða eiginleika að öðru leyti. Þá má minna á að í sauðfjárrækt á íslandi
hefur í áramgi verið notað óbeint úrval fyrir kjötgæðum þegar hrútar hafa verið valdir
með tilliti til lengdar framfótleggjar.
Áhugi á óbeinu úrvaH hefur verið mikill m.a. í ljósi þess að marga mikilvæga
framleiðslueiginleika hjá búfé er ekki hægt að mæla fyrr en eftir slátrun gripa
(kjötgæði), aðeins hjá öðru kyninu (mjólkurmagn) eða tiltölulega seint á æviferlinum
og eftir að meginúrval fer fram (frjósemi hjá sauðfé).
Þekkt er að væntanlegur árangur óbeins úrvals í samanburði við beint úrval er:
R = rgh2/hi
þar sem R er væntanlegur árangur rg er erfðafylgni á milH eiginleikanna, hx er rótin af
arfgengi framleiðslueiginleikans sem sóst er eftir og h2 er tilsvarandi gildi fyrir tengda
eiginleikann. Til þess að ná árangri með slíku úrvaH þá þarf því að finna eiginleika
sem er sterkt tengdur þeim eiginleika sem ætlunin er að breyta og hefur auk þess hátt
arfgengi.
Miklar rannsóknir hafa verið gerðar tH að leita að eiginleikum af þessu tagi og
hefur athygH beinst mikið að blóðflokkum og á síðari árum að vökum, hvötum og
ýmsum efnaskiptaþáttum hjá búfé. Nýlegar yfirHtsgreinar um rannsóknir á þessu sviði,
t.d. hjá McKay, gefa mjög gott yfirHt um fjölmarga lífeðHsþætti sem rannsakaðir hafa
verið í sambandi við eiginleika eins og vöxt, mjólkurframleiðslu, frjósemi og mótstöðu
gegn sjúkdómum. Þar kemur fram, að þrátt fyrir miklar rannsóknir og vísbendingar
um fjölmarga þætti þá séu engin dæmi um notkun slíkra eiginleika í hagnýtri
búfjárrækt. Þar er réttHega lögð mildl áhersla á að aðeins sé réttlætanlegt að
framkvæma slíkt úrval fyrir eiginleika þar sem lífeðHsleg skýring á tengslum
eiginleikanna er vel þekkt ásamt tengslum við aðra framleiðslueiginleika ef einhver
eru. Sé úrvalið byggt á ónákvæmt metnum stuðlum getur það hæglega borið mjög af
leið. Hafa ber í huga í þessu sambandi, að miklar upplýsingar þarf tH að meta
erfðafylgni af viðunandi nákvæmni. Einnig er vel þekkt frá tilraunum með mýs og
bananaflugur og einnig í úrvalstilraunum með búfé, að erfðafylgni er oft tiltölulega
óstöðug stærð. Miklu skiptir að um sé að ræða fylgni sem byggir á lífeðHsfræðilega
þekktum grunni en ekki á tilviljunarkenndu ójafnvægi í stofni. Líkur á slíku ójafnvægi