Ráðunautafundur - 15.02.1991, Blaðsíða 77
-69-
Túnin voru flokkuð eftir aldri. Taflan hér á eftir sýnir þekju (%) einstakra
tegunda í misgömlum sáðsléttum. 0 þýðir að tegundin hafi ekki fundist en + að hún
hafi fundist, en sé ekki mælanleg með þeim fjölda aukastafa sem hér er notaður.
Tegund 1-5 ára 6-10 ára 11-20 ára 21-30 ára Eldri en 30 ára
Vallarsveifgras 34,0 43,8 42,0 35,7 30,0
Snarrót 6,4 H,1 19,7 25,6 27,6
Língresi 5,4 14,1 9,4 16,7 18,4
Túnvingull 7,5 6,2 11,1 8,0 11,9
Vallarfoxgras 27,8 8,8 6,2 3,5 0,4
Varpasveifgras 6,4 5,1 6,2 3,4 0,9
Háliðagras 0,1 1,8 2,6 3,7 5,0
Beringspuntur 7,1 2,8 0 0 0
Haugarfi 3,6 2,1 1,2 1,0 0,8
Starir + 0,7 0,5 0,8 0,8
Hálmgresi 0,1 2,6 0,3 0,3 +
Hvítsmári 0 + 0,4 0,5 1,3
Túnsúra 0,1 + + 0,4 1,5
Fíflar 0,2 0 0,2 0,3 0,7
Blóðarfi 1,2 0,8 0,1 0 0,1
Sóleyjar 0,1 + + 0,1 0,7
Elfting 0,1 0,1 0,1 0 +
Vegarfi + + 0,2 + +
Knjáliðagras 0,1 + + 0,1 0,1
Kornsúra + + + 0 +
Hjartarfi + 0 0 + 0
Lokasjóður + + 0 + 0
Fífa 0 0,1 + 0 0
Mýradúnurt + + + 0 0
Vallhumall 0 0 + 0 +
Maríustakkur 0 0 + 0 +
Hærur 0 + + 0 0
Möðrur 0 0 0 0 +
UMRÆÐUR
Það sem einkennir meðferö túnanna er mikil beit bæði vor og haust. Einungis 9%
af túnunum eru alfriðuð og mörg eru beitt bæði vor og haust. Túnin eru því eðlilega
flest slegin einu sinni.
Mikil beit vor og haust er ekki talin heppileg fyrir vallarfoxgras. Sums staðar á
Austurlandi, t.d. á innanverðu Fljótsdalshéraði, virðast skilyrði hin ákjósanlegustu fyrir
vallarfoxgras. Þar er veðursælt og kal mjög lítið vandamál. Eigi að síður var lítið af
vallarfoxgrasi í túnum þar. Líklega veldur beit miklu um þetta eða beit í tengslum
við áburðartíma, því að vallarfoxgrasið þolir illa að seint sé borið á, en oft er ekki
borið á túnin fyrr en eftir að féð hefur verið tekið af þeim.