Ráðunautafundur - 15.02.1991, Blaðsíða 229
-221-
Af töflunum má ráða, að HLM-mæling bakvöðva er langbesti mælikvarðinn á
AxB. Ein og sér útskýrir hún 67% af breytileikanum og minnkar RSD um 28%
umfram það sem eftir stendur, þegar þungaáhrif hafa verið reiknuð frá. Næst besti
mælikvarðinn á AxB eru bakstigin og þá bakbreiddin. Athyglisvert er og jákvætt, að
enginn þessara þátta tengist umtalsvert fitumálum að jöfnum þunga, en hins vegar sýna
bæði HLM-mæling bakvöðva og bakstigin allsterkt samband við lærastig skrokka í
gálga, næstum eins gott og lærastig gefin á lömbunum lifandi.
HLM-mæling bakfitu er besti mælikvarðinn á bakfitu (C) skrokksins, en þreifing
á rifjum gefur ámóta góða mynd af síðufitu hans.
Þótt hér sé um lítið gagnasafn að ræða, eru niðurstöðurnar í góðu samræmi við
sambærilegar eldri rannsóknir hér á landi (31, 32).
f 10. töflu er sýnt hvemig hrútar í afkvæmarannsóknum á Hesti s.l. haust röðuðu
sér upp eftir stærð bakvöðvans og hvernig samræmi var milli þeirrar röðunar og
HLM-mælinga, annars vegar á sömu lambhrútum fyrir slátrun, og hins vegar bæði á
hrútum og gimbrum og þá aðeins mæling á spjaldhrygg.
í stórum dráttum má segja, að samræmið sé gott. Þannig hefðu t.d. þrír af
fjórum efstu hrútunum verið valdir, hverri aðferðinni sem beitt hefði verið. Það er
fyrst og fremst einn hrútur, nr. 926, sem ekki fellur inn í þessa mynd, og á því er enn
engin haldbær skýring.
10. tafla. Samanburður á niðurstöðum mælinga á þverskurðarflatarmáli bakvöðva (AxB) og
hljóðmyndamælinga á þykkt bakvöðva í afkvæmarannsókn á Hesti 1990. Meðalfrávik hvers hrúts sýnd
sem hlutfaU (%) af staðalfráviki. (AxB að jöfnum fallþunga en Hlm. að jöfnum þunga á fæti).
Hrútur nr. Fjöldi Lambhrútar A x B Bakv. Hlm.1) Hrútar og gimbrar Fjöldi Bakv. Hlm2)
923 15 + 64 (1) + 44 (1) 28 + 57 (1)
929 10 + 24 (2) + 35 (3) 19 + 39 (2)
924 16 + 17 (3) + 29 (4) 28 + 24 (4)
925 15 + 13 (4) + 22 (5) 30 - 5 (6)
934 15 + 8 (5) - 22 (8) 22 - 16 (8)
935 9 + 1 (6) + 14 (6) 22 + 7 (5)
921 11 - 6 (7) - 10 (7) 22 - 12 (7)
922 13 - 9 (8) - 25 (9-10) 21 - 23 (10)
933 12 - 15 (9) - 25 (9-10) 22 - 19 (9)
926 10 - 18 (10) + 36 (2) 17 + 36 (3)
928 13 - 38 (11) - 53 (12) 25 - 42 (11)
927 13 - 41 (12) - 44 (11) 21 - 45 (12)
Staðalfrávik 2,12 cm2 2,12 mm 2,23 mm
1) Hljóðmyndir - meðaltal mælinga á 12. rifi og 3. spjaldhryggjarlið
2) Hljóðmyndir - meðaltal 4 mælinga á 3. spjaldhryggjarlið.
Tölur í sviga sýna röðun hrútanna.