Ráðunautafundur - 15.02.1991, Page 24
-16-
hafa lagt fram fé og tækjabúnað í þessar rannsóknir.
Fræverkunarstöðin í Gunnarsholti hefur vakið athygli og hafa ýmsir aðilar lagt
henni lið, má þar nefna Kísiliðjuna, Sementsverksmiðjuna, Glóbus, Eimskip,
Búnaðarbanka íslands, Plastprent, Sindrastál og Toyota umboðið.
ALMENNT UM FRÆRÆKT
í frærækt eru plöntur ræktaðar með tilliti til þess að þær beri þroskað fræ í allmiklu
magni á véltækum fræökrum. Fræið er aðalafurðin en einnig falla til aðrar afurðir,
svo sem hálmur. Við frærækt þarf að stilla áburðargjöf þannig af að plöntur þroski
fræ. Plöntumar eiga að standa hæfilega þétt og illgresi á ekki að vera til staðar.
Lítil hætta er á illgresi ef ógróið land er tekið til fræræktar, eins og oftast er gert
þegar um lúpínuræktun er að ræða. í þeirri ræktun er illgresi ekkert vandamál. Á
öðrum svæðum er slík hætta fyrir hendi. Hægt er að losna við illgresi með úðun
illgresiseyða.
LÚPÍNURÆKTUN
Þegar leita skal að plöntu sem helst væri hægt að mæla með sem fræræktarplöntu
í landbúnaði kemur Alaskalúpínan til greina. Til þess liggja nokkrar ástæður og er
sú helsta að ræktun lúpínunnar er ódýr þar sem ekki þarf að bera á. Til
ræktunarinnar er hægt að nota svæði sem nýtast vart í aðra ræktun, svo sem mela,
áraura og ógróna sanda þar sem ekki er sandfok.
Lengi hefur verið vitað að þessi tegund þroskar fræ hér á landi, en ekki var vitað
að hægt væri að slá hana með sláttuþreskivélum til frætekju.
Árið 1986 hófust tilraunir með að rækta lúpínuna til fræs á véltækum fræökmm.
Þessar tilraunir hafa skilað góðum árangri og ljóst er að hægt er að rækta þessa
tegund í stómm stíl til fræs. Það sem gerir lúpínuna sérstaklega áhugaverða til
fræræktar í atvinnuskyni er sú staðreynd að tilkostnaður við ræktunina er lítill og að
hægt er að nýta mjög rýrt land til ræktunarinnar, svo sem áraura, ógróna mela og
sanda. Tilkostnaður er aðeins sáningin og e.t.v. girðingar. Eftir 3-4 ár má svo fara
að slá akurinn og hirða fræ. Frjósemi landsins eykst ár frá ári og að því kemur að
hægt er að taka landið til annarra nota svo sem til beitar eða annarrar ræktunar.
Lúpínufræræktin getur þannig tengst uppgræðslu lands.
Góður markaður er fyrir fræið til landgræðslu eins og er og í framtíðinni verður
eflaust markaður fyrir fræið í landbúnaði og þar er ég að hugsa um notkun hennar
í sambandi við ræktun sem miðar að því að auka frjósemi jarðvegsins.