Ráðunautafundur - 15.02.1991, Page 146
-138-
ekM nýtast í ræktuninni (sláturgripir) er mikill.
Á grundvelli þessara aðferða eru síðan sett upp mismunandi líkön fyrir einstaka
búfjárstofna til að leggja mat á kynbótagildi gripa í stofninum. Hér verður ekki gerð
tilraun til að lýsa þeim aðferðum nánar. Eftir því sem líkan er réttara þá er ljóst að
líkur á skeklqu í mati verða minni, en á móti kemur að eftir því sem fleiri stærðir eru
metnar verður skeklq'a í mati meiri. Ábendingar Hendersons um að velja ætíð sem
einfaldast líkan sem lýsir veigamestu þáttunum eru því vafalítið þarfar.
Þessar nýju aðferðir hafa ýmsa augljósa kosti fram yfir þær eldri. Þær eiga að
gefa óskekkt mat á kynbótagildi einstakra gripa með lágmarksskeklq'u. Upplýsingar
sem til staðar eru í gögnum nýtast með notkun skyldleikafylkis þar sem upplýsingar
um skylda gripi eru þræddar saman á réttan hátt. Þá er með þessum aðferðum teldð
tillit til úrvals ef þær upplýsingar sem úrvalið er byggt á eru til staðar í gögnunum. Ef
um valpörun er að ræða þá er einnig leiðrétt fyrir því. Mat er lagt á ýmsa fasta
umhverfisþætti um leið og mat er lagt á kynbótagildi. Þetta skiptir miklu máli ef
einhver tengsl eru fyrir hendi á milli umhverfisþátta og kynbótagildis eins og oft mun
vera raunin í gögnum úr búfjárrækt í dag. Þetta kemur einkum fram þegar metinn er
munur milli búa, sem getur stafað bæði af erfða- og umhverfisáhrifum. Með þessari
aðferð er hægt að bera saman kynbótagildi gripa á mismimandi aldri, sem skiptir
miklu máli þegar úrval er byggt á slíkum hópi. Þetta er einnig mikilvægt við rétta
nýtingu upplýsinga um ættingja þar sem fljótt koma fram einstaklingar af sömu
kynslóð sem hafa á bak við sig mjög mismikið af upplýsingum rnn ættingja. Við
notkun á einstaklingslíkani skiptir rétt skilgreining á grunnhópnum sem gögnin spretta
frá miklu máli. Þetta kann að vera nokkuð erfiðara að fást við í nautgriparækt hér á
landi en víða erlendis vegna slakrar ættfærslu gripa.
Þessar aðferðir hafa að sjálfsögðu einnig sína annmarka. Þær gera ráð fyrir að
erfðabreytileiki í grunnhópnum sé þekktur svo og arfgengi eiginleikans sem
kynbótagildi er metið fyrir. Skeklq'a í þessum forsendum truflar fljótt samanburð á
milli kynslóða. Varðandi forsendur um jafnan breytileika í öllum erfðafxópnum, þá
hafa margir bent á að í raun sé verulegur munur á breytOeika á milli undirhópa, t.d.
búa, og kunni það að skekkja mat. Þetta er vissulega umhugsimarefni í mörgum
tilvikum, en um leið má geta þess að í einni af fyrstu greinum um rannsóknir í
búfjárkynbótum hér á landi, sem Stefán Aðalsteinsson skrifaði árið 1966, eru þessu
vandamáli gerð rækileg skil. Mat getur orðið skekkt vegna úrvals, ef þær upplýsingar
sem úrvalið er byggt á er ekki að finna í gögnunum. Ef líkanið sem gengið er út frá, er