Ráðunautafundur - 15.02.1991, Blaðsíða 211
-203-
Lambategund - haustmeðferð. Þeir umhverfisþættir, sem mestu ráða um fallþungann
að haustinu, eru annars vegar hvort lambið gengur eitt undir eða á móti öðru, og hins
vegar haustmeðferðin, hvort því er slátrað beint af úthaga eða batað fyrst á ræktuðu
landi. Fyrir þessu er ekki leiðrétt, heldur er lömbunum skipt í þrjá flokka, tví-
lembingshrúta, tvílembingsgimbrar og einlembinga og einkunnir reiknaðar innan hvers
hóps. Ennfremur má flokka hvern ofangreindan hóp í tvennt eða þrennt, ef
mismunandi haustmeðferð gefur tilefni til, og er þá samanburðurinn gerður innan
þeirra hópa, sem mest geta orðið 9 á hverju búi.
Á þessu er sá augljósi annmarki, að sé um að ræða verulega bötun á hluta
lambanna, og þá að líkindum léttari hlutanum, fá mæður þeirra lamba að meðaltali
hærri einkunn en þær verðskulda. Auk þess verður einkunnagjöfin óvissari eftir því
sem hver .einkunnarhópur" er smærri. Á þessu er engin betri lausn, nema því aðeins
að bændur fáist til að vigta öll sín lömb á fæti á sama tíma að haustinu, en það
virðist ekki raunhæfur möguleiki. í þessu sambandi skiptir miklu máli, að menn vandi
sem mest þessa skiptingu lambanna við færslu í fjárbækurnar, þ.e. meti sjálfir hvort
tiltekin beit fyrir ákveðinn lambahóp réttlæti aðgreiningu þess hóps frá fjöldanum.
Leiðréttingar er varða lambategund eru þessar:
Einlembingsgimbrar eru leiðréttar að þunga einlembingshrúta með marg-
földunarstuðli, sem fundinn er hveiju sinni innan búsins, þó með ytri mörkum
1,05-1,12.
Þrílembingar reiknast með tvílembingum en fá leiðréttingu, sem nemur 20%
af meðalfallþunga tvílembinga af sama kyni á búinu.
- Marglembingar, sem ganga undir tveir, fá 7% leiðréttingu. Gangi marglemb-
ingur einn undir, fær hann 2 kg viðbót við fallþunga, og er síðan gerður upp
með einlembingum.
- Tvílembingar, sem ganga einir undir fá 1,2 kg viðbót við eigin fallþunga.
Aldur lamba. Reiknaður er sérstakur leiðréttingarstuðull fyrir hvern lambahóp á
búinu, þ.e. aðhvarfsstuðull fallþunga á aldur frá fæðingu. Hvert lamb fær síðan
leiðréttingu sem nemur meðaltali reiknaðs stuðuls fyrir viðkomandi hóp og fasts
stuðuls, sem er 80 g, fyrir hvem dag sem það víkur frá meðalaldri lamba í viðkomandi
hópi. Stuðullinn, 80 g, er sá meðalvaxtarauki í kjöti á dag, sem fundist hefur í
uppgjöri stærri gagnasafna, og er notaður til að slá á mikil frávik, sem eru í mörgum
tilvikum óörugg vegna smæðar lambahópa.
Aldur móður. Yngstu ær og elstu skila að jafnaði léttari lömbum en ær á miðjum
aldri. Elstu ærnar fá enga leiðréttingu við einkunnagjöf, en lömb undan yngstu ánum
fá viðbót: