Ráðunautafundur - 15.02.1991, Blaðsíða 165
-157-
lífdýradóminn hvað varðar feldeiginleikana en hann er síður hentugur til þess að meta
stærð og kemur það ekki á óvart. Það er ekki biýnt að gera verulegar breytingar á
dómstiganum en nauðsynlegt er að taka til endurskoðunar hvort halda eigi áfram að
meta stærð dýranna á slíkan hátt. Það er hins vegar nauðsynlegt að auka samþjálfun
þeirra sem framkvæma lífdýradómana og jafnframt auka þjálfun bænda í að nota
dómstigann.
2. tafla. Yfirlit um lífdýradóma á ref og mink.
Eiginlcikar Fjöldi Meðaltal Meðalfrávik DreifnistuðuU
Minkur:
Þel 2472 3,23 ,72 ,23
Vindhár 2472 3,17 ,80 ,26
Stærð 2472 3,87 ,66 ,18
Litur 2458 3,02 ,80 ,27
Refur:
Þel 1138 3,25 ,71 ,22
Vindhár 1138 2,97 ,89 ,30
Stærð 1138 3,43 ,78 ,23
Litur 1126 3,29 ,90 ,28
C. Skýrsluhaldið
Skýrsluhald er eitt af lykilatriðum varðandi möguleika til árangurs af kynbótastarfi í
loðdýraræktinni eins og í annarri búfjárrækt. Skýrsluhald í loðdýrarækt hófst árið
1985 og er byggt upp með svipuðum hætti og annað skýrsluhald búfjárræktarinnar
(J.V. Jónmundsson o.fl. 1988). Skýrslukerfið er sniðið eftir fyrirmyndum frá
Noðrurlöndum en aðlagað að íslenskum aðstæðum. Þróun þess var að mestu sam-
vinnuverkefni Sambands íslenskra loðdýraræktenda og Búnaðarfélags íslands (Álfhildur
Ólafsdóttir 1988). Þátttaka varð strax almenn og er hlutfallslega meiri en á hinum
Norðurlöndunum. í 3. töflu er yfirlit yfir þátttöku í skýrsluhaldinu síðustu fimm ár.
Af 3. töflu sést að þátttaka hefur verið mjög mikil í skýrsluhaldinu í minka-
ræktinni og allmikil í refaræktinni. Glögglega kemur í ljós að hinir miklu erfiðleikar
sem undanfarið hafa steðjað að búgreininni hafa haft áhrif á þátttökuna og er hætt
við að erfitt reynist að byggja upp áhuga á skýrsluhaldinu ef það dregst enn meira
saman en orðið er. Fram til þessa hefur markmið skýrsluhaldsins fyrst og fremst verið
að tryggja skilvirka og markvissa skráningu upplýsinga um þann efnivið sem felst í
íslenska loðdýrastofninum. Skýrsluhaldið býður upp á margvíslega mögu-leika í
tengslum við kynbótaskipulag í loðdýraræktinni. Nú þegar er reiknuð frjósemis-