Ráðunautafundur - 15.02.1991, Blaðsíða 209
-201-
búskapar. Þær miða jöfnum höndum að aukinni eðlislægri afurðagetu og betri
afurðum. Á báðum sviðum hefur ræktunarstarf undangenginna áratuga skilað
mikilsverðum árangri.
Sauðfjárkynbætur, markmið, viðhorf og leiðir, eru efni þessa erindis. Þessu efni
voru gerð allítarleg skil á ráðunautafundi 1988 (1, 2) og ennfremur í Árbók bænda
1987 (3). Ekki þykir ástæða til að endurtaka allt efni þeirra greina hér, heldur er
vísað til þeirra.
AFURÐASEMI - SKÝRSLUHALD
Það er almenn regla, að búfjárframleiðsla er því hagkvæmari, sem búféð býr yfir meiri
eðlislægri afurðagetu. Þetta á sértaklega við um okkar sauðfjárbúskap með langri og
fóðurfrekri innistöðu í dýrum húsum og stuttum vaxtartíma að sumrinu. Það er t.d.
augljóslega ódýrara, ef ær verða tvflembdar óháð meðferð vegna mikillar eðlisfrjósemi,
heldur en ef þörf er sérstaks eldis eða jafnvel hormónanotkunar til að ná sama
árangri. Á sama hátt er ljóst, að framleiðslan verður ódýrari, ef lömbin ná fullum
sláturþunga á úthagabeit að sumrinu, heldur en ef þörf er sérstakrar bötunar að
hausti.
Búreikningar hafa sýnt árlega, að enginn einn þáttur í búskapnum hefur meiri
áhrif á framlegð eftir vetrarfóðraða kind en frjósemin. Samkvæmt skýrslum
fjárræktarfélaga skila einlembur að jafnaði 58-60% af kjöti eftir tvflembu, sem þýðir
t.d. að 100 tvflembur skila jafnmiklu kjöti og 170 einlembur. Sýnt hefur verið fram
á í rannsóknum, að fóðra megi tvflembur til fullra afurða með góðu heyi og 8-10 kg
af fiskimjöli (4), og sé jafnframt tekið tillit til plássþarfa á húsi og landnýtingar-
sjónarmiða, er ávinningurinn af tvflembubúskapnum augljós. Fallþungi tvflembinga er
að jafnaði um 15% minni en einlembinga og því minni hætta á að föll tvílembinga
fari yfir æskileg fitumörk. Enda þótt reiknað arfgengi frjóseminnar sé lágt, hafa bæði
erlendar úrvalstilraunir og reynsla hérlendra bænda sýnt, að ná megi verulegum
framförum í frjósemi með markvissu úrvali.
Haustþungi sláturlamba ræðst annars vegar af vaxtargetu þeirra og hins vegar af
umhverfi því sem þau búa við á vaxtarskeiðinu. Þar vegur þungt mjólkurlagni og
móðureiginleikar ánna. Arfgengi haustþunga lamba hér á landi hefur verið metið á
bilinu 0,15-0,44 (5, 6, 7, 8, 9) og á fallþunga 0,11-0,17 (7, 9).
f nokkrum rannsóknum hefur móðurþátturinn verið metinn sérstaklega og arfgengi
hans reiknað á bilinu 0,2 til 0,3 (6, 10, 11, 12, 13). Þar er í senn um að ræða
mjólkurlagni ánna og þá vaxtargetu sem lömbin erfa frá mæðrum sínum. í einni