Ráðunautafundur - 15.02.1991, Blaðsíða 85
-77-
Athugasemdir viö 2. töflu:
í hverri tilraun er sýnd uppskera seinasta árið sem tilraunin var uppskorin samkvæmt tilraunaáætlun.
Meðaltölur eru annars vegar meðaltöl sláttutíma þess árs og meðaltal uppskeruára. Tölur (í háskrift) við
meðaltöl alls sýna árafjölda að baki meðaltölunni. Tölur úr tilraun 568-81 eru úr liðum með 20 kg
sáðmagni, og úr tilraun 568-81 eru meðaltöl áburðartíma. Þar sem í tilraun voru mismunandi hlutföll í
blöndu voru valin þau hlutföll sem mest líktust A-blöndu SÍS. í mörgum tilraunanna voru fleiri blöndur
en hér eru sýndar.
Guðmundsson 1971). Fyrsta uppskeruárið var túnvingull mun uppskerumeiri en vallar-
foxgras í hreinrækt og sú blanda sem hér er tekin (67% vallarfoxgras og 33% tún-
vingull) gefur þá uppskeru mitt á milli hreinna tegunda. Eftir 1. uppskeruár hverfa
yfirburðir túnvingulsins og seinustu fjögur árin gefur blandan sömu uppskeru og vallar-
foxgrasið hreint. Seinustu þrjú tilraunaárin er túnvingullin mun lakari en vallarfoxgras.
í lok tilraunarinnar var hlutdeild vallarfoxgrass í uppskeru 60-80% á öllum liðum.
í þessari umfjöllun hefur verið reynt að slá nokkuð á væntingar manna um að
grasfræblöndur geti gefið meiri uppskeru á hverjum stað en sú tegund blöndunnar sem
mest gæfi í hreinrækt. Það þýðir þó ekki að skilyrðislaust eigi að sá hreinum tegund-
um. Bent hefur verið á, að rótartorfa vallarfoxgrass er mjög veik og ber illa umferð.
Sáning lággróðurs með vallarfoxgrasinu til að bæta úr þessu nægir til að réttlæta
nokkurt uppskerutap, einkum á túnstæði sem ætla má að verði raklent.
Mestu máli skiptir þó, að í langflestum tilfellum er verið að sá til varanlegs túns,
og fyrirfram er vitað að vallarfoxgrasið, sem er og verður a.m.k um nokkra framtíð
sú tegund sem helst er sóst eftir, muni ganga úr sé á tiltölulega skömmum tíma.
Hvort það verður hratt (3-5 ár) eða hægt (> 10 ár) er ekki hægt að vita, og gera má
ráð fyrir aö eftir 20 ár hafi innlendur gróður tekið nær algjörlega yfir. Til að brúa
bilið þarna á milli er æskilegt að hafa í sverðinum frá upphafi tegundir sem eru
tilbúnar að taka við þegar vallárfoxgrasið víkur, einkum gerist það hratt. Með þetta
í huga má telja samsetningu þeirrar fræblöndu sem hér er allsráðandi skynsamlega,
ef menn á annað borð vilja vallarfoxgras fyrstu árin. Túnvingull er líklegur til að taka
við á sandjarðvegi, en vallarsveifgras þar sem raklendara er. Vel mætti hugsa sér að
sleppa túnvinglinum á framræsta mýri og vallarsveifgrasinu á sandjarðvegi, en eins
líklegt er að áhættan á rangri notkun sé jafn mikil eða meiri en kostnaðurinn við að
hafa allar tegundirnar með.
í langflestum tilraunum hér á landi hefur athyglin beinst að blöndum vallarfox-
grass og vallarsveifgrass, og í minna mæli vallarfoxgrass og túnvinguls.
Blöndur annarra tegunda geta þó ekki síður verið athugandi. Skal þar nefna berings-
punt, língresi og snarrót. Língresi hefur öll einkenni nægjusams botnsgrass, og virðist