Ráðunautafundur - 15.02.1991, Blaðsíða 197
-139-
úrvali undaneldisdýra eða með innflutningi á kynbótadýrum.
Óskir um innflutning hafa oft komið fram eftir að ofannefndar niðurstöður komu
fram og síðustu mánuðina hefur verið unnið skipulega að því að kanna hvernig standa
eigi að slíkum innflutningi án þess að glata verðmætum eiginleikum íslenska
svínastofnsins ef ákveðið verður að flytja inn erfðaefni. Rétt er að vekja athygli á að
þeir svínabændur sem komið hafa á nákvæmu skýrsluhaldi og nota niðurstöður þess
til að bæta framleiðsluna og þá um leið rekstur svínabúanna hafa náð miklum árangri.
Óhætt er að fullyrða að óvíða hafa orðið jafn miklar framfarir í nokkurri búgrein og
í svínaræktinni síðustu 4-5 árin. Viðbrögð neytenda bera þess glöggt vitni.
KOSTIR OG GALLAR ÍSLENSKA SVÍNASTOFNSINS
Frjósemi
Gyltur af íslenska svínastofninum eru frjósamar. Á árinu 1983 fæddust á svínabúinu
Hamri, Mosfellssveit að meðaltali 10,5 lifandi grísir í goti og 9,3 grísir voru þá lifandi
við fráfærur. Vanhöld á nýfæddum grísum voru allhá fyrsta ár rannsóknarinnar en
strax á öðru árinu eða 1982 fór árangur af skýrsluhaldinu og ströngu úrvali
undaneldisdýra að koma í ljós, t.d. jókst fjöldi nytjagrísa eftir hverja gyltu á einu ári
úr 13,2 grísum 1981 upp í 18,6 grísi 1982, eða um 5,4 nytjagrísi. Fæðingarþungi fór
vaxandi frá árinu 1983 til ársins 1989 úr 1,21 kg í 1,35 kg, eða um tæp 12%. Árið
1989 fæddust 10,8 lifandi grísir í goti og 9,9 grísir voru lifandi við fráfærur árið 1989.
Frjósemi gyltanna hér á landi virðist því vel frambærileg miðað við það sem gerist
erlendis. Má í því sambandi benda á að í Noregi hafa að meðaltali verið 10,4 lifandi
fæddir grísir í goti eftir skýrslufærða gyltu og 8,8 lifandi grísir undir gyltu við þriggja
vikna aldur (Pétur Sigtryggsson 1989, .Rannsóknir á íslenskum sláturgrísum á árunum
1980-1983 og 1989", Fjölrit RALA m. 137).
Fótagerð og ending gylta
Erlendis er víða farið að bera á því að gyltur endist illa. Ýmsir fótagallar eru
algengir í svínum í nágrannalöndum okkar og mikið er um að gyltur séu felldar af
þeim sökum. Fyrirbæri þetta er oftast arfgengur galli og hefur arfgengi hans í danska
svínastofninum mælst um 0,45 (sjá Jprgensen og Vestgaard 1990, -Genetics of Leg
Weakness in Boars...", Acta Agric. Scand. 40: 59-69).
í norska svínastofninum er mikið um að gyltur séu felldar vegna fótagalla og þar
er meðalfjöldi gota á gyltu ekki nema 2,5 got. Að hluta er því um að kenna að
gyltur séu felldar vegna fótagalla (Trygve Grpndalen 1989, .Oppdrett av puker-