Ráðunautafundur - 15.02.1991, Blaðsíða 219
-211-
fituþykktar í B og C-flokkum sýna, að matið hefur verið strangt í heildina tekið.
Með tilliti til kynbóta er það megingalli á matskerfinu, hve gæðaflokkarnir, utan
úrval, DII og DIII eru ósamstæðir. Þannig spannar t.d. DI-A flokkurinn allar
skrokkgerðir frá tiltölulega rýrum og mögrum skrokkum upp í allra bestu gerð, sem
aðeins fara yfir fitumörk úrvalsflokks. Ennfremur eiga fituflokkarnir ekkert annað
sameiginlegt en fitumörkin. í þeim finnast skrokkar með afburðavöðvafyllingu og aðrir
sem eru illa gerðir fituhlunkar. Af þessu leiðir, að niðurstöður kjötmats eru veikur
grunnur til að byggja á kynbótaúrval. Forsenda þess, að hægt sé að auka vægi
kjötmatsins í hinu almerma kynbótakerfi, er að flokkunin verði tvískipt, annars vegar
eftir vaxtarlagi og vöðvafyllingu og hins vegar eftir fitustigi. Um þetta hafa áður verið
settar fram tillögur á sama vettvangi (1, 3). Þannig er flokkunarkerfi Evrópubanda-
lagsins, og hliðstæðar reglur hafa nýlega verið teknar upp í Noregi, sérstaklega í þeim
tilgangi að geta notað niðurstöður matsins til markvissra kynbóta. Hvernig svo
verðlagningu einstakra flokka yrði háttað, er allt annað mál og verður ekki rætt hér.
Þyngdarflokkun dilkafalla er þáttur út af fyrir sig, sem ekki má rugla saman við
annað mat. Með vaxandi fjölbreytni í nýtingu dilkakjöts er næsta víst, að allir
venjulegir þyngdarflokkar séu vel seljanlegir, ef aðrir gæðaþættir eru í lagi.
Rannsóknir hafa sýnt, að skrokkþyngdin sem slík fellur alveg í skuggann af fitumatinu,
hvað varðar nýtingargildi kjötsins (24). Hugmyndir, sem heyrast um að flokka og
verðleggja dilkaföll eftir þunga en óháð öðru mati, eru því rakalausar og mjög
óskynsamlegar, sérstaklega þegar hagkvæmni framleiðslunnar er höfð í huga.
Markmiðið á að vera að framleiða á hveijum stað dilkaföll í þeim þyngdarflokki sem
hagkvæmast er, sem jafnframt séu á eftirsóttasta þroskastigi, þ.e. vel vöðvafyllt en
hóflega feit.
Afkvœmarannsóknir
Til þess að ná ofangreindum markmiðum þarf að haga fjárvali á ákveðinn hátt hvað
varðar stærð og vaxtarlag. Um þetta var ítarlega fjallað á ráðunautafundi 1988 og
óþarft að endurtaka hér. í stórum dráttum má segja, að leggja beri áherslu á að
viðhalda og bæta holdasöfnunareiginleika fjárins, en stærð þess eða ..markþyngd"
verður að miðast að nokkru við það, hvað stefnt er að miklum fallþunga lamba.
Enda þótt auðvelt sé að dæma beinabyggingu og holdafar á lifandi kind, verða
kjöteiginleikar, svo sem hlutfall vöðva og fitu, vöðvaþykkt og fitudreifing ekki metnir
af nákvæmni nema með skrokkmælingum og sundurskurði skrokka (1. mynd).