Ráðunautafundur - 15.02.1991, Blaðsíða 120
-112-
fleiri 1980). í nágrannalöndum nú er mikið að gerast á þessu sviöi (sjá t.d. Alan Rotz
o.fl. 1989, McGechan 1990).Mergð upplýsinga, sem nota þarf til dæmis við stjórn
fóðuröflunar og fóðurnýtingar er þvílík, að vonlítið er aö hafa þar yfirsýn án
einhvers konar kerfunar þekkingarmolanna. Kerfisfræði og reiknitækni geta orðið
afar verðmæt hjálpargögn við þróunar- og leiöbeiningastörf í þágu landbúnaðarins
(Pétur Jónasson 1983, 0stergaard 1987, Barrett og Jones 1989).
Fjárfesting í heyvinnutækjum hefur verið umtalsverð á síðustu árum. Margir
bændur undirbúa hana vandlega, en nýleg könnun bendir þó til, að stundum skorti
það yfirlit yfir heildarhag af fjárfestingunni, sem krefjast veröur í nútíma
atvinnurekstri (Lilja Guðrún Eyþórsdóttir og Bjarni Guðmundsson 1991). Hér getur
öflug og markviss ráðgjafarþjónusta í bútækni komið að miklu liði.
Þótt ýmsum standi ógn af fjárfestingu búanna í vélum og tækjum, má ekki
gleyma þeim kostnaði sem hlýst af ónógum afköstum viö heyöflunina: beinu tjóni
vegna þess að rétt verk varð ekki unnið á réttum tíma. Þá er talað um kostnað
vegna kjörtímafráviks (Witney 1988, Eiríkur Loftsson 1989). Enn höfum við fremur
ófullkomnar hugmyndir um töluleg gildi kjörtímafráviks við slátt og heyskap, en
margt bendir til að þaö hafi mikil áhrif á fóðurgæði og framleiöslukostnaö heysins
(sláttutímaáhrif - tíðarfarsáhrif).
Nokkur dæmi höfum við hérlendis um samvinnu bænda að heyskap og
verktakastarf á því sviöi. Þannig má nýta fjárfestingu í afkastamiklum og
sérhæfðum vélum betur en ella. Þessi rekstrarform eru vissulega bundin sínum
annmörkum. Aö lítt breyttri meðalbústærö bendir þó ýmislegt til þess, aö margar
heyvinnuvélar nánustu framtíðar verði vart nýttar með hagkvæmum hætti á annan
veg.
D. Tækni og vinnubrögð við heyverkun. í nágrannalöndum hefur votheysgerö
vaxið að tiltölu á síöustu árum. Eins og áður sagði gætti þessarar þróunar vart
hérlendis fyrr en rúllubaggatæknin kom. Þurrheysverkunin var og er enn ríkjandi
h eyve rku n a raöf e rð.
Vinnubrögð við heyverkun miða að því að bjarga fóöurefnunum sem fyrst
undan skemmdum, sem hlotist geta af öndun, útskolun, molnun og smáverustarfi í
heyinu. Sýna má fram á, að því betri sem nýting fóðurefnanna við heyverkunina
er, þeim mun ódýrara verður heyið, þegar litið er á framleiðsluferilinn allan (tún >
afurðir). Fóðurefnatap við heyverkun er mjög breytilegt (Bjarni Guðmundsson
1979). Nýleg bresk rannsókn sýndi, að meðalnýting fóðurefna viö heyverkun á
nokkrum búum þar var 64%. Var talið, að nýtinguna mætti stórbæta meö réttri
notkun þeirrartækni, sem fyrir er (Peel og fleiri 1988).
Skipta máverkun heysins þannig í grófum dráttum:
Ákvörðun
um slátt:
Þroskastig
=FÓÐURGILDI
FORÞURRKUN
SÚGÞURRKUN
VOTHEYSGERÐ
Þegar hefur verið fjallað nokkuð um þroskastig og fóðurgildi heysins við slátt.
Víkjum því aö næsta áfanga - forþurrkuninni.
Heyöflun á íslandi hefur löngum verið áhættusöm glíma við veður og tíöarfar.