Ráðunautafundur - 15.02.1991, Blaðsíða 167
-159-
4. tafla. Yfirlit um arfgengi fyrir nokkra eiginleika í loðdýrarækt.
Eiginleikar Arfgengistölur Minkur Refur
Frjósemi, gotst. 0,15-0,25 0,20-0,25
Feldgæði, þel 0,09-0,18 0,18-0,29
Feldgæði, vindhár 0,15-0,23 0,21-0,33
Stærð, lengd 0,20-0,30 0,25-0,35
Litur, blær 0,30-0,40 0,30-0,50
Auk þessara rannsókna sem flestar byggja á innsöfnuðum gögnum eða gögnum
úr skýrsluhaldi hafa verið framkvæmdar úrvalstilraunir og hafa þær gefið vísbendingar
um erfðastuðla varðandi þá eiginleika sem fólgnir eru í úrvalstilraununum. Til þess
að tryggja framgang markvissara vinnubragða við kynbætur loðdýra er brýnt að efla
þennan þátt loðdýrrannsókna. í 4. töflu eru gefnar arfgengistölur fyrir nokkra eigin-
leika sem byggja á samantekt úr þeim rannsóknum sem getið er hér að framan.
IV. SKIPULAG KYNBÓTA
Með kynbótaskipulagi er leitast við að hámarka líkur þess að kynbótamarkmiðin náist.
Erfðayfirburði einstaklinganna sem afkvæmi eignast í hverjum ættlið má skrifa með
eftirfarandi hætti:
1 = í ' rIG • °G
I = Erfðayfirburðir.
i = Úrvalsstyrkleiki (staðlaðar einingar).
rIG = Samhengi erfðaeðlis og svipfars.
aG = Meðalfrávik erfðaeðlis.
Árlegar erfðaframfarir sem eiga sér stað í erfðahóp má þá meta á eftirfarndi hátt:
Ag = ZI/2L
Aq = Árlegar erfðaframfarir.
ZI = Erfðayfirburðir foreldranna.
ZL = Ættliðabil.
Öll viðleitni kynbótastarfsins er í þá átt að hámarka árlega erfðaframför stofnsins.
Af líkingunum hér að ofan má ráða að samspil milli öryggis í dómum á lífdýrunum
og lengd ættliðabilsins er ráðandi um hversu miklar framfarirnar verða á hverja
tímaeiningu. Það er því mikilvægt að taka mið af þessu samspili við skipulagningu