Ráðunautafundur - 15.02.1991, Blaðsíða 43
-35-
2. tafla. Grundvöllur vinnuþarfar og kostnaðar við ræktun grænfóðurs til rúlluverkunar.
A. Vinnuþörf Maður Dráttarvél
Mín/ha Mín/ha
Plæging (tvískeri), 0,5 ha/klst. 120 120
Herfing (Hankmo), 2 ha/klst. x2 60 60
Áburðardreifing og sáning (þyrildreifari), 1,2 ha/klst. x2 100 100
Yfirborðsherfmg (tindaherfr), 2 ha/klst. 30 30
Völtun, 2 ha/klst. 30 30
Girðingavinna 180
Sláttur (án knosara), 1,3 ha/klst. 50 50
Snúningar, 10% af vinnu véla 40
Samtals 610 (10 klst.) 390 (7 klst.)
B. Kostnaður Kr/ha
Áburður (Græðir 5), 150 kg N/ha. 21.500
Flutningskostnaður áburðar (1.000 kr/tonn) 1.000
Vinna dráttarvéla, 800 kr/klst. x 7 klst. 5.600
Afskriftir: jarðvinnsiutæki og dreifari 5.000
girðingar 500
sláttuvél (200 kr/klst.) 200
Ófyrirséð, 10% af vinnu véla og afskriftum 1.230
Samtals kr án vinnulauna 35.030
+ vinnulaun, 450 kr/klst. x 10 klst. 4.500 39.530 kr.
+ sáðvara, (sjá 4. töflu) X
+ Rúllun og pökkun, 600 kr/rúllu Y
+ heimkeyrsla og frágangur, 150 kr/rúllu Z
Niðurstöður og umrœður
Hvort þær kostnaðartölur sem niðurstöðumar eru byggðar á em of eða vanáætlaðar
verður hver og einn að meta fyrir sig. Töflumar eru settar upp með það í huga að auðvelt
sé að breyta verðlagsforsendum. Þá má sjá í töflunum hvaða kostnaðarliðir hafa mest
áhrif. Þar sést að stór kostnaðarliður er áburður sem sumstaðar má lækka verulega ef
aðstæður em góðar. Verð á sáðvöm er mjög breytilegt eftir tegundum (4. tafla) sem ekki
er hægt að hafa mikil áhrif á þar sem val á tegundum fer meira eftir nýtingartíma, öryggi
og tilgangi ræktunarinnar. Þá er kostnaður við bindingu, pökkun, heimkeyrslu og frágang
á rúllum nokkuð stór kostnaðarliður, en er verulega háður nýtingu tækjanna.
Þeir sem huga á grænfóðurræktun hljóta að spyrja hvaða uppskeru má vænta í
grænfóðrinu. Varast ber að alhæfa nokkuð um uppskerumagn, niðurstöður tilrauna og
reynsla leyfa ekki annað.