Ráðunautafundur - 15.02.1991, Blaðsíða 225
-217-
1,5% fyrir tvflembingsgimbrar og einlembingshrúta og 3,0% fyrir einiembingsgimbrar.
Þessir lambahópar eru síðan umreiknaðir í tvflembingshrúta og einkunn reiknuð á
þeim grundvelli.
Einkumi = 100 + 14bX, þar sem b er stuðull, sem breytist eftir fjölda lamba í
hópnum, sbr. skýringar hér að framan, en X er frávik hópsins frá meðalfallþunga í
kg. Niðurstaða þessara útreikninga verður sú, svo dæmi séu tekin, að fyrir 100 g
frávik í fallþunga fær hrúturinn 0,72 stiga frávik í einkunn, ef um 20 lamba hóp er
að ræða, 0,86 stig ef lömbin eru 30 og 0,95 stig ef þau eru 40. Miðað við áætlað
staðalfrávik fallþunga upp á 1,74 kg (2), má síðan útleiða, að muna þurfi u.þ.b. 7
stigum á einkunnum þeirra, til að fallþungamunurinn sé tölfræðilega marktækur.
Engu að síður verða framfarir að jafnaði best tryggðar með því að velja einkunna-
hæstu hrútana, þótt munurinn milli þeirra sé minni.
Kjöteinkunnin byggist á þremur þáttum. Lærastigum, frampartsstigum og fituþykkt
á síðu. Mismunur á fallþunga milli hrúta er leiðréttur með föstum stuðlum, áður en
kjöteinkunnin er reiknuð út. Útreikningurinn miðast við, að lærastig og fituþykkt hafi
40% vægi hvor þáttur, en frampartsstigin 20%. Nú stendur fyrir dyrum að yfirfara
niðurstöður úr afkvæmarannsóknum s.l. haust og endurmeta vogtölur og stöðlun
einkunna.
í Vestur-Húnavatnssýslu hefur sá háttur verið á síðustu ár, að héraðsráðunautur
hefur gefið lærastig og mælt fituþykkt á föllum lamba úr fjárræktarfélögunum. Þetta
gefur mun betri upplýsingar en kjötmatið og ætti að kanna alls staðar, hvort ekki sé
unnt að fá þessa þjónustu með samningum við sláturhús og kjötmatsmenn gegn sann-
gjamri greiðslu. Þá væri hægt að taka þessar upplýsingar inn í einkunnakerfi fjár-
ræktarfélaganna og gefa þeim tilhlýðilegt vægi.
Notkun hljóðmynda
Afkvæmarannsóknir, sem byggjast á kjötmælingum eru vinnufrekar og kostnaðarsamar,
auk þess sem niðurstöður fást ekki fyrr en ári eftir að viðkomandi hrútur er tekinn
til prófunar. Arfgengi þverskurðarmála vöðva og fitu er nægilega hátt (0,3-0,4) til þess
að ná megi framförum með einstaklingsúrvali, ef unnt er að mæla þessa eiginleika á
lifandi gripum með nægilegri nákvæmni. Ýmis tækni hefur verið reynd í þessum
tilgangi s.l. áratug og lengur (28) en með misjöfnum árangri. Bestur árangur hefur
náðst með tölvusneiðmyndum (computer tomagraphy), sem ásamt þunga á fæti geta
útskýrt um 73% af vöðvaþunga og 60% af vöðvahlutfalli lamba (28, 29). Tækja-
kosturinn er hins vegar óhemjudýr og þess eðlis, að ekki verður ferðast með hann.