Ráðunautafundur - 15.02.1991, Blaðsíða 230
-222-
Ekki er endanlega hægt að leggja dóm á gildi þessara mælinga, fyrr en skrokkar
hafa verið krufnir í vöðva, fitu og bein, og hefur það t.d. sýnt sig í breskum rann-
sóknum, að það eru ekki endilega sömu HLM-mælingar sem best lýsa stærð bak-
vöðvans og vöðvahlutfalli skrokksins (33). Það er þó fyllilega ljóst, bæði af okkar
takmörkuðu reynslu og reynslu annarra, að uimt er að bæta nákvæmni í vali líflamba
með því að nota hljóðmyndir samhliða öðru mati.
ULL OG GÆRUR
Ull og gærur gefa nú 8,0% af verðmætum sauðfjárafurða samkvæmt verðlagsgrund-
velli, og hefur það hlutfall ekki verið svo lágt um langt árabil. Mikilvægi þessara
afurða verður þó ekki eingöngu metið út frá því hversu mikið þær gefa bóndanum í
aðra hönd, heldur ber jafnframt að taka tillit til þess hvaða þýðingu þær hafa fyrir
verðmæta- og atvinnusköpun í landinu. Því miður eru þar ýmsar blikur á lofti, ekki
síst hvað ullariðnaðinn varðar.
Um þessi efni hafa yfirgripsmikil erindi verið flutt og prentuð á undanförnum
árum, og má þar nefna erindi Stefáns Aðalsteinssonar á sauðfjárræktarráðstefnu 1982
(34), sjö erindi sérfræðinga og fulltrúa iðnaðarins á ráðunautafundi 1986 og loks erindi
Emmu Eyþórsdóttur á ráðunautafundi 1988 (2).
Fulltrúar ullariðnaðarins kvarta yfir lélegum gæðum íslensku ullarinnar, og telja
mikinn hluta hennar óhæfan til framleiðslu á gæðavöru. Annars vegar eru ýmsir
meðferðargallar svo sem þófi, óhreinindi og stækjugulka. Hins vegar koma til
eðlisgallar, sem á hvítu ullinni eru helstir gular illhærur, of gróft og misgróft tog og
dökkir blettir (35). Um dökku ullina verður ekki fjölyrt hér; hún á nú ekki upp á
pallborðið hjá ullariðnaðinum, en talsverð eftirspurn er eftir henni til handiðnaðar.
Emma Eyþórsdóttir (2) lýsir ræktunarmarkmiðum fyrir ullariðnaðinn á eftirfarandi
hátt:
1) Að framleiða hvíta, þelmikla ull með jöfnu og fínu togi, sem sé laus við gular
og hvítar illhærur.
2) Að auka ullarmagn í 2,5-3,0 kg eftir vetrarfóðraða kind.
3) Að minnka hlutfall mislitrar ullar, sérstaklega óhreinna lita.
Öllum þessum markmiðum má ná með skipulagðri ræktun, ef orkunni er beint
í þá átt. Arfgengi á gæruflokki, sem metur fyrst og fremst útbreiðslu gulra hára, er
hátt, og hefur það, með einni undantekningu verið metið á bilinu 0,46-0,60 (36).
Einstaklingsúrval skilar því skjótum árangri, eins og rannsóknir hafa sýnt. Litblær
lamba að vori gefur góða vísbeningu um útbeiðslu á gulku í gærum að hausti og í ull