Orð og tunga - 01.06.2016, Síða 14
4 Orð og tunga
af öðru (eða af rót annars)“. Guðrún Kvaran (2005:96) skilgreinir for-
skeyti sem „myndan sem skeytt er framan við orð til þess að mynda
nýtt orð með nýrri merkingu“. Og viðskeyti skilgreinir Guðrún sem
„myndan sem skeytt er aftan við rót orðs til þess að mynda nýtt orð
með nýrri merkingu“. Afleiðsla getur sem sé verið í formi for skeyt-
ingar þar sem forskeyti er skeytt framan við grunnorðið (sjá t.d.
Sigrúnu Þorgeirsdóttur 1986), sbr. glaður (lo.) → ó-glaður (lo.) eða dæma
(so.) → for-dæma (so.), og í formi viðskeytingar þar sem viðskeyti er
skeytt aftan við grunnorðið, sbr. baka (so.) → bak-ari (no.) og senda
(so.) → send-ing (no.).7 Afleiðsla getur verið svonefnd núllafleiðsla
þar sem engu er bætt við grunnorðið en orðflokkur breytist, sbr.
koma (so.) → koma (no.).8 Einnig getur afleiðsla falist í hljóðskiptum af
indóevrópskum uppruna, sbr. bíða (so.) – bið (no.) og ljúka (so.) – lok
(no.) eða þá í hljóðvarpi með viðskeyti, sbr. langur (lo.) → leng-d (no.)
eða þungur (lo.) → þyng-d (no.) en þessar aðferðir eru ekki virkar í
nútímaíslensku.9 Í undirköflunum hér á eftir verður nánar fjallað um
forskeytingu og viðskeytingu.
2.2.2 Forskeyting
Forskeytta orðið er nánast alltaf í sama orðflokki og grunnorðið en
iðulega kemur fram önnur merking en grunnorðið hefur. Sigurður
Konráðsson (1989:11–14) skiptir forskeytum í flokka merkingarlega,
sbr. Töflu 1:
Forskeyti Merking Forskeyting Niðurstaða
afar- áhersla á e-ð afar-sterkur (lo.) afarsterkur (lo.)
van- neitandi van-þakklátur (lo.) vanþakklátur (lo.)
7 Guðrún Kvaran (2005:9) skilgreinir grunnorð á eft irfarandi hátt : „Grunnorð [...] er
hvorki afl eitt né samsett . Það er aðeins rót að viðbætt ri beygingarendingu, til dæmis
dal-ur, fj örð-ur, veg-ur.“ Í þessari grein notast ég við nokkuð víðari skilgreiningu.
Samkvæmt henni getur grunnorð verið sá strúktúr sem forskeytið eða viðskeytið
bætist við og strúktúrinn getur þá verið afl eitt eða samsett orð í vissum tilfellum.
Þannig er innlegðin í orðmyndunina ætt rækni og hjálpfýsi samsett u lýsingarorðin
ætt rækinn og hjálpfús og samsett u orðin eru þá grunnorð afl eiðslunnar.
8 Núllafl eiðsla getur einnig verið fólgin í breytingunni taka (so.) → -taki (no.) þar
sem -i í -taki er beygingarending, sbr. einnig (15a).
9 Hér má einnig nefna stytt ingarviðskeytið -ó sem stytt ir nafnorð, lýsingarorð og
orð af erlendum toga (sjá Jones 1964, Eirík Rögnvaldsson 1984, Guðrúnu Kvaran
2005, Jansson 2015 og Þorstein G. Indriðason 2015). Dæmi um þessar stytt ingar
eru eft irfarandi: tengdamóðir → tengdó, tíkarspeni → tíkó, dularfullur → duló og lúða-
legur → lúðó. Stytt ingar með orðum af erlendum toga eru t.d. diplómatískur → dipló,
líberal → líbó og pósitívur → pósó.
tunga_18.indb 4 11.3.2016 14:41:08