Orð og tunga - 01.06.2016, Page 15
Þorsteinn G. Indriðason: Á mörkum afleiðslu og samsetningar? 5
Forskeyti Merking Forskeyting Niðurstaða
ó- neikvæð ó-glaður (lo.) óglaður (lo.)
ná- tengsl ná-skyldur (lo.) náskyldur (lo.)
ný- tímamerking ný-fæddur (lo.) nýfæddur (lo.)
marg- fj öldi marg-tuggið (so.) margtuggið (so.)
fj ór- tala fj ór-fl okkur (no.) fj órfl okkur (no.)
höfuð- mikilvægi e-s höfuð-synd (no.) höfuðsynd (no.)
auka- minni hátt ar auka-hlutverk (no.) aukahlutverk (no.)
risa- stærð risa-skjár (no.) risaskjár (no.)
hálf- stig hálf-ruglaður (lo.) hálfruglaður (lo.)
Tafla 1. Forskeyti og merking þeirra (merkingarflokkun byggð á Sigurði Konráðssyni
1989).
Hægt er að skipta forskeytum upp eftir því hvaða orðflokkum þau
tengjast; nafnorðum (2a), lýsingarorðum (2b) eða sögnum (2c). Sum
forskeyti geta reyndar tengst orðum af fleiri en einum orðflokki:
(2) a. and-byr, for-maður, mis-skilningur, van-mat, ör-tröð
b. af-gamall, all-góður, endur-kræfur, for-spár, sí-grænn,
tor-læs, van-búinn, ör-lítill
c. and-mæla, auð-mýkja, fjar-lægja, mis-stíga, sí-rita, tor-
tíma, van-gera
Töluvert er til í íslensku af svonefndum áhersluforliðum (sbr. Sigrúnu
Þorgeirsdóttur 1986:69 o.áfr.). Þeir standa oftast með lýsingarorðum,
sbr. dæmin í (3), en finnast einnig með nafnorðum og sögnum:10
(3) ösku-viljugur, drullu-svekktur, hund-óánægður, hörku-
duglegur, fanta-góður
Þessir forliðir hafa misst upphaflega merkingu og eru notaðir til
á herslu auka. Um leið tengjast þeir margir hverjir annars konar seinni
lið um en þegar þeir eru í hlutverki sjálfstæðra orða. Forliðirnir í (3)
tengj ast lýsingarorðum en sem sjálfstæð orð í samsetningum tengjast
þeir yfirleitt nafnorðum. Um leið geta þeir staðið í eignarfalli eins og
um sjálfstæð orð sé að ræða. Nánar verður fjallað um þessa liði í 2.4.
10 Þett a er athyglisverður fl okkur og aðrir liðir sömu tegundar eru t.d. auga(fullur),
band (brjálaður), blóð(latur), dúndur(fl ott ur), grút(timbraður), gufu(ruglaður), sauð-
(heimsk ur), snar(vitlaus) og sultu(slakur).
tunga_18.indb 5 11.3.2016 14:41:08