Orð og tunga - 01.06.2016, Page 16
6 Orð og tunga
2.2.3 Viðskeyting
Viðskeyting er að því leyti frábrugðin forskeytingu að með henni er
oftast myndað orð af öðrum orðflokki en grunnorðið. Þetta gerist þó
ekki alltaf, sbr. strákur (no.) → strák+lingur (no.). Viðskeyting getur
t.d. breytt sögn í nafnorð. Viðskeyti geta, eins og forskeyti, aukið við
merk ingu grunnorðsins, t.d. þegar orð um geranda eða athöfn er leitt
af sögnum, sbr. lækna (so.) → lækn-ir (no.) og skipa (so.) → skip-un (no.),
eða þegar orð um verkfæri er leitt af sögn, sbr. hreyfa (so.) → hreyf-ill
(no.). Í Töflu 2 er yfirlit yfir nokkur viðskeyti í íslensku og hvernig þau
breyta orðflokki og auka við merkingu grunnorðsins:
Viðskeyti Hlutverk Viðskeyting Niðurstaða
-ari so. → no. kenna + ari kennari (no.)
-andi so. → no. kaupa + andi kaupandi (no.)
-un so. → no. hlusta + un hlustun (no.)
-ing so. → no. binda + ing binding (no.)
-erni no. → no. faðir + erni faðerni (no.)
-indi lo. → no. veikur + indi veikindi (no.)
-legur no. → lo.
lo. → lo.11
aldur + legur
djarfur + legur
aldurslegur (lo.)
djarfl egur (lo.)
-ug no. → lo. mátt ur + ugur mátt ugur (lo.)
-ul so. → lo. reika + ull reikull (lo.)
-a lo. → ao. hræðilegur + a hræðilega (ao.)
Tafla 2. Viðskeyti og hlutverk þeirra.
11
Eitt megineinkenni viðskeytingar er að hún eykur við merkingu
grunn orðsins og myndar oft orð sem er af öðrum orðflokki en grunn-
orð ið. Viðskeyti geta, eins og forskeytin, tengst grunnorðum sem eru
nafnorð, lýsingarorð og sagnir og myndað með þeim nafnorð og lýs-
ingarorð en sagnir eru ekki eins algengar. Þó má nefna bundna liðinn
-væða sem myndar sagnir af nafnorðum, sbr. raf-væða, aumingja-væða,
sjónvarps-væða og nútíma-væða, sjá Margréti Jónsdóttur (2005).
Ýmis viðskeyti geta myndað svonefnd gerandnafnorð (4a), athafn-
ar nafnorð (4b) og verkfærisnafnorð (4c). Þessi nafnorð eru þá yfirleitt
mynduð af sögnum með eftirfarandi viðskeytum (sjá Baldur Jónsson
1987:93–94):
11 Í stöku tilfellum getur -legur einnig myndað lýsingarorð af fornöfnum og atviks-
orðum, sbr. þess-legur, ég-legur og heima-legur en slík orðmyndun er sjaldgæfari en
með nafnorðum og lýsingarorðum.
tunga_18.indb 6 11.3.2016 14:41:08