Orð og tunga - 01.06.2016, Page 18
8 Orð og tunga
karlkynsliðir kvenkynsliðir hvorugkynsliðir
-auki -auðgi -brigði -líki
-beri -fýsi -byri -lyndi
-búi -girni -býli -læti
-eigi -heldni -dæmi -menni
-fari -hyggni -fenni -meti
-gjafi -hygli -ferði -mæli
-hafi -rækni -fi ski -nefni
-riti -semi -gresi -neyti
-sali -sögli -grýti -nætt i
-sinni -ýðgi -gæti -ræði
-skeri -hveli -stirni
-viti -hýsi -særi
-yrki -lendi -sævi
-þegi -leysi -viði
-þoli -lífi -viðri
Tafla 3. Yfirlit yfir orðlíka seinni liði sem mynda nafnorðssamsetningar.
Byggingu þessara liða er hægt að lýsa eins og í (7) en ítarlegri um-
fjöllun um þessa liði bíður 3. og 4. kafla:
(7) a. Karlkynsliðir mynda veik karlkynsnafnorð með end-
ing unni -i í nefnifalli eintölu og með -a í eign ar falli ein-
tölu: launa-auk+i, ein-bú+i, ör-eig+i, geim-far+i, sjálf-sal+i,
hjarta-þeg+i
b. Hvorugkynsliðir mynda sterk hvorugkynsnafnorð með
viðskeytinu -i í seinna atkvæði og -s í eignarfalli ein-
tölu: til-brigði, harð-fenni, ár-ferði, stór-grý ti, búr-hveli,
hjól-hý si, smá-stirni
c. Kvenkynsliðir mynda veik kvenkynsnafnorð með við-
skeytinu -i í seinna atkvæði en án endingar í eignarfalli
eintölu: mann-auðgi, ein-drægni, mein-fý si, eigin-girni,
sam-heldni, þjó ð-rækni, skað-semi
Töluvert er um orðlíka seinni liði sem mynda lýsingarorð, sbr. (8) þar
sem einnig er bent á mögulegar skýringar á því hvaðan þessir liðir
koma:
(8) a. -gengur → hæg-gengur, so. ganga með i-hljóðvarpi
b. -vana → and-vana, e.t.v. so. vana (venjulega í merk ing-
unni ‘gelda’)
tunga_18.indb 8 11.3.2016 14:41:08