Orð og tunga - 01.06.2016, Side 25
Þorsteinn G. Indriðason: Á mörkum afleiðslu og samsetningar? 15
þar sem ekki fer á milli mála að rok- felur í sér áherslumerkingu en
forliðurinn getur staðið bæði með lýsingarorði og nafnorði.
2.5 Dregið saman
Í 2.1–2.4 voru ýmsir liðir nefndir sem ekki geta staðið sjálfstæðir, allt
frá hefðbundnum forskeytum og viðskeytum til orðlíkra fyrri og
seinni liða. Í (13) má sjá þær tegundir sem fjallað hefur verið um:20
(13) a. Hefðbundin forskeyti: for-, ó-, ill-, van-, mis-, and-, sí-,
tor-, ör-
b. Hefðbundin viðskeyti: -ar, -ing, -ling, -un, -il, -ul
c. Kerfisvædd afleiðsluviðskeyti: -hátt, -skap, -dóm, -leg,
-átt, -ræn, -vís
d. Orðlíkir áhersluforliðir: eitur-, bál-, blóð-, fanta-, stál-,
grút-
e. Orðlíkir seinni liðir sem mynda nafnorð: -taki, -fari,
-herji, -meti, -gresi, -fenni, -auðgi, -rækni
f. Seinni liðir sem mynda lýsingarorð: -gengur, -lægur,
-sýnn, -kafur, -vana
Í 3. kafla verður hugað nánar að einkennum orðlíkra seinni liða, sbr.
(13e), út frá spurningunni: Að hve miklu leyti líkjast þeir sjálfstæðum
orðum og að hve miklu leyti viðskeytislíkjum og viðskeytum?
3 Nánar um orðlíka liði og kerfisvæðingu
3.1 Inngangur
Í þessum kafla verða orðlíku bundnu liðirnir í (1) skoðaðir nánar
með það í huga hvort þeir séu kerfisvæddir og þá viðskeytislíki eða
hvort þeir eru eitthvað annað. Byrjað verður á að skoða skilgreiningar
Keneseis (2007) á orðum, hálforðum, aðskeytislíkjum og aðskeytum
en því næst verða orðlíku liðirnir í (1) skoðaðir hver fyrir sig með
ofan greinda spurningu í huga.
20 Eins og áður hefur verið bent á eru í íslensku margir aðrir bundnir liðir sem falla
utan við efni þessarar greinar (sjá Kristínu Bjarnadótt ur 2005:139–162).
tunga_18.indb 15 11.3.2016 14:41:09