Orð og tunga - 01.06.2016, Síða 29
Þorsteinn G. Indriðason: Á mörkum afleiðslu og samsetningar? 19
Eftirtaldir liðir í Töflu 7 eru aðeins til sem seinni liðir og því ekki sem
samsvarandi sjálfstæð orð:
(14) -byri, -gresi, -grýti, -hveli, -hýsi, -lendi, -leysi, -menni,
-meti, -nefni, -nætti, -stirni, -sævi, -viði, -viðri
Þessir liðir geta ekki talist til viðskeytislíkja. Liðir, sem hugsanlega
gætu verið viðskeytislíki og þá verið um leið kerfisvæddir liðir, eru:
-brigði, -býli, -dæmi, -fenni, -ferði, -fiski, -gæti, -lífi, -líki,23 -lyndi, -læti,
-mæli, -neyti, -ræði og -særi. Flestum þessum liðum er þó sameiginlegt
að sjálfstæðu orðin eru sjaldgæf í nútímamáli og flest dæmin gömul
í málinu. Það er því hæpið út frá þessu að flokka þessa liði sem við-
skeytislíki.
3.4.3 Kvenkynsliðir og tengsl við sjálfstæð orð
Orðlíkir kvenkynsliðir eru frábrugðnir hvorugkynsliðunum að því
leyti að þar virðist sem afleiðslan, þ.e. með viðskeytinu -i, virki beint
á samsetta orðið, þ.e. að samsetta orðið sé grunnorð afleiðslunnar,
sbr. hjálpsamur → hjálpsemi, sannsögull → sannsögli og árásargjarn →
árás ar girni. Í Töflu 8 er sams konar yfirlit yfir þessa liði og yfir hvorug-
kyns liðina í 3.4.2. Reynt er að grafast fyrir um hvort liðirnir eigi sér
sam svör un í sjálfstæðu orði, sama útlits:
kv.-liðir samsvarandi sjálfstætt orð?
-auðgi einungis sem seinni liður
-fýsi ‘löngun’
-girni einungis sem seinni liður
-heldni einungis sem seinni liður
-hyggni einungis sem seinni liður
-hygli einungis sem seinni liður
-kvæðni einungis sem seinni liður
-rækni einungis sem seinni liður
-semi einungis sem seinni liður
-sögli einungis sem seinni liður
-ýðgi einungis sem seinni liður
Tafla 8. Hugsanleg kerfisvæðing kvenkynsliða?
23 Sjá Þorstein G. Indriðason (2006) og rök sem þar eru sett fram um kerfi svæðingu
-líki.
tunga_18.indb 19 11.3.2016 14:41:09