Orð og tunga - 01.06.2016, Qupperneq 30
20 Orð og tunga
Í öllum tilvikum nema einu eru þessir liðir einungis til sem seinni
liðir og aldrei sem sjálfstæð orð. Og fýsi er ekki algengt sem sjálfstætt
orð í íslensku.24 Eins og áður var tæpt á koma þessir kvenkynsliðir
fram við afleiðslu á samsettum orðum, sbr. Töflu 9. Þetta er frábrugðið
núllafleiddum liðum og hvorugkynsliðum því að þar eru það
sjaldnast sjálfar samsetningarnar sem eru grunnorð afleiðslunnar á
svo reglubundinn hátt.25
kv.-liðir samsetning afl eiðsla
-auðgi hugmyndaauðugur hugmyndaauðgi
-fýsi hjálpfús hjálpfýsi
-girni eigingjarn eigingirni
-heldni samheldinn samheldni
-hyggni grunnhygginn grunnhyggni
-hygli íhugull íhygli
-kvæðni neikvæður neikvæðni
24 Það er nokkuð misjafnt hvernig bæði kvenkyns- og hvorugkynsliðirnir eru skil-
greindir í orðabókum og rafrænum söfnum. Hér skoðaði ég þrjár orðabækur
og fjögur rafræn söfn til þess að reyna að skera úr um hvort um væri að ræða
sjálf stæð orð eða orðliði. Orðabækurnar voru Íslensk orðsifjabók (ritstj. Ásgeir Bl.
Magnús son), Íslensk orðabók (ritstj. Mörður Árnason) og ISLEX en söfnin voru
Beyg ing ar lýsing íslensks nútímamáls, Mörkuð íslensk málheild, Íslenskur orðasjóður og
Rit máls safn (með leit í Ritmálsskrá). Beygingarlýsingin sker sig úr að því leyti að
þar eru kvenkynsliðirnir auðgi, heldni, hyggni og girni og hvorugkynsliðirnir hýsi
og stirni skilgreindir sem sjálfstæð orð og ég fann dæmi um þetta, örfá að vísu,
við leit í Ritmálsskránni (sem Beygingarlýsingin byggir væntanlega að hluta til á).
Sameiginlegt dæmunum var að þau voru yfirleitt frá 19. öld og þaðan af eldri en
fáein þó frá 20. öld. Áberandi var að dæmin voru mörg hver úr kveðskap eða þá
notuð í þröngum faglegum tilgangi, sbr. heldni í læknisfræði. Aðrar heimildir eru
nokkuð sammála um að liðirnir komi aðeins fyrir í samsetningum og flestar heim-
ildirnar voru sammála um að kvæðni, rækni, semi, sögli og ýðgi kæmu aðeins fyrir
þannig.
25 Það að samsetningar séu ekki grunnorð afl eiðslunnar í hvorugkynsliðum má t.d.
sjá í pörum eins og *háhús, háhýsi; *illgras, illgresi; *háland, hálendi og *illmaður, ill-
menni þar sem stjörnumerktu dæmin eru ekki til í íslensku nútímamáli. Orðin ill-
gras og illmaður er hins vegar að fi nna í Ritmálssafni en þá frá 17. og 18. öld. Orðið
háland kemur fyrir hjá Einari Benediktssyni. Hins vegar eru til önnur dæmi um
hvorugkynsliði þar sem afl eiðslan er í grunninn sú sama og hjá kvenkynsliðum,
þ.e. þar sem samsetningin sjálf er grunnorð afl eiðslunnar, sbr. búrhvalur → búrhveli;
hælsár → hælsæri, munaðarlaus → munaðarleysi, jarðhús → jarðhýsi, sumarhús → sum-
ar hýsi og bakhús → bakhýsi en þett a er þó ekki eins reglulegt og í samsetningum
með kvenkynsliðum. Hér er forliðurinn nafnorð en í stjörnumerktu dæmunum er
forliðurinn lýsingarorð. Það gæti skipt máli.
tunga_18.indb 20 11.3.2016 14:41:09