Orð og tunga - 01.06.2016, Page 31
Þorsteinn G. Indriðason: Á mörkum afleiðslu og samsetningar? 21
-rækni ætt rækinn ætt rækni
-semi hjálpsamur hjálpsemi
-sögli sannsögull sannsögli
-ýðgi heift úðugur heift ýðgi
Tafla 9. Tengsl kvenkynsliða við samsetningar.
3.4.4 Kerfisvæðing eða hvað?
Þegar Töflur 8–9 eru skoðaðar með tilliti til þess hvort þessir orðlíku
liðir séu kerfisvæddir eða ekki eru niðurstöðurnar nokkuð á einn veg.
Ef við göngum út frá því að kerfisvæðing felist í þróun sjálfstæðs orðs
yfir í að vera liður með málfræðilegt hlutverk þá er það í flestum til-
fellum (ekki öllum) þannig í dæmunum að sjálfstæða orðið er ekki til
í nútímamáli eða er orðið sjaldgæft í málinu og ekki almennt notað.
Ekki er heldur hægt að benda á málfræðilegt hlutverk þessara liða
á sama hátt og t.d. í áhersluforliðum. Í flestum þessara dæma er
miklu frekar um að ræða orðmyndun, með viðskeytinu -i, sem býr til
afleidda mynd sem af einhverjum orsökum getur ekki staðið sjálfstæð.
Því er hér ekki um kerfisvæðingu að ræða á borð við hin hefðbundnu
kerfisvæddu viðskeyti, svo sem -dóm, -ræn, -skap og -leg, sem unnt er
að rekja sögulega til sjálfstæðra orða. Sömuleiðis er hæpið að þetta
séu viðskeytislíki enda þurfa samsvarandi sjálfstæð orð að vera fyrir
hendi í málinu samkvæmt skilgreiningu á viðskeytislíkjum.
3.5 Dregið saman
Í íslensku eru til fjölmargir bundnir liðir sem falla utan þess að geta
kallast viðskeytislíki. Þetta á við orðlíku seinni liðina sem fjallað hefur
verið um í þessum kafla. Þessir orðlíku seinni liðir eru myndaðir á
tvennan hátt:
(15) a. með núllafleiðslu, sbr. taka (so.) → -taki, sbr. verktaki
b. með viðskeytinu -i og i-hljóðvarpsvíxlum ef réttar for-
sendur eru til staðar, sbr. matur (no.) → -meti, sbr. kjöt-
meti, fús (lo.) → fýsi (no.), sbr. hjálpfús (lo.) → hjálpfýsi
Í 2.4 var bent á sambandið milli kerfisvæddra aðskeyta og aðskeytis-
líkja sem er þannig að aðskeytislíki eru kerfisvædd orð og að sjálf-
stæðu orðin og kerfisvædda afbrigðið lifa hlið við hlið í málinu. Í ljósi
tunga_18.indb 21 11.3.2016 14:41:09