Orð og tunga - 01.06.2016, Page 32
22 Orð og tunga
þessa má hafa uppi efasemdir um það hvort liðirnir í (15) séu kerf-
is væddir því að beina samsvörun við sjálfstæð orð með sama útlit
skort ir í mörgum tilfellum og ekki er auðvelt að koma auga á mál-
fræði legt hlutverk þessara liða. Ekki er sem sé auðvelt að finna í nú-
tíma máli sjálfstæð orð sem þessir liðir ættu að vera dregnir af þó að
það sé með góðum vilja hægt í stöku tilfellum. Þar er a.m.k. ekki um
að ræða reglulega samsvörun milli orða og orðliða. Hvorugkyns- og
kven kynsliðirnir eru oftast nær afleiddar myndir sjálfstæðra orða
með viðskeytinu -i og i-hljóðvarpi þar sem viðskeytið er sýnilegur
hljóð varpsvaldur.
Ef það er svo að liðirnir í (15b) séu ekki viðskeytislíki liggur beint
við að spyrja: Líkjast þeir meira sjálfstæðum orðum og þá hvernig? Í
4. kafla verður reynt að svara þeirri spurningu með ýmsum prófum
sem eiga að leiða í ljós hversu orðlegir þessir liðir eru.
4 Samanburður orða og orðlíkra seinni liða
4.1 Inngangur
Í kaflanum hér á undan var komist að þeirri niðurstöðu að orðlíkir
seinni liðir væru ekki viðskeytislíki heldur orðnir til við orðmyndun
þótt þeir geti ekki staðið sjálfstæðir (sbr. Stong-Jensen 1987). Í þess um
kafla verður ýmsum prófunum beitt til þess að kanna nánar lík indi
milli sjálfstæðra orða og liðanna í (15) og verða niðurstöður dregn ar
saman í lokin. Byrjað verður á því að fjalla um kjarnaorð í setn ing ar lið
(4.2), þá um höfuð í eignarfallssamsetningum (4.3), um virkni hljóð-
kerfisreglna (4.4), um orðmyndunarlega virkni (4.5), um bygg ingu og
hljóðvarp (4.6), um dreifingu í samsettum orðum (4.7), um brott fall í
hliðskipuðum samsetningum (4.8) og um forskeytingu (4.9). Að lok-
um eru svo helstu niðurstöður dregnar saman og rædd ar (4.10).
4.2 Kjarnaorð í setningarlið
Orðlíkir liðir geta að öllu jöfnu ekki staðið sjálfstæðir sem kjarni eða
höfuðorð í setningarlið, líkt og gildir um nafnorð, lýsingarorð, sagnir
og forsetningar. Í (16) er sýndur munurinn að þessu leyti á orðinu
græn meti og orðlíka seinni liðnum -meti og í (17) á orðinu geimfari og
orð líka seinni liðnum -fari:
tunga_18.indb 22 11.3.2016 14:41:09