Orð og tunga - 01.06.2016, Page 35
Þorsteinn G. Indriðason: Á mörkum afleiðslu og samsetningar? 25
Milli grunn-
orðs og orð-
líkra liða
nei
veik-lyndi
[vei:klɪntɪ]
nei
dug-leysi
[tøɣleisɪ]
nei
bjór-líki
[pjourlicɪ]
nei
fúk-yrði
[fu:kɪrðɪ]
Milli grunn-
orðs og við-
skeyta II
nei
sjúk-legur
[sju:klεɣør]
nei
dauf-legur
[tœivlεɣør]
nei
fj ör-legur
[fj œrlεɣør]
nei
elsk-endur
[εlskεntør]
Milli grunn-
orðs og við-
skeyta I
já
sjúk-lingur
[sjuhkliŋkør]
já
stíf-ni
[stipnI]
já
her-naður
[hεrtnaðør]
já
teng-ing
[theiɲciŋk]
Tafla 10. Virkni hljóðkerfisreglna í afleiðslu og samsetningu.
Hér hegða sjálfstæð orð, orðlíkir liðir og viðskeyti II sér eins hljóð-
kerf is lega, þ.e. þau eru öll ósamrýmanleg á meðan viðskeyti I eru
klár lega samrýmanleg, þ.e. valda hljóðbreytingum í grunnorðinu
sem þau tengjast.
4.5 Orðmyndunarleg virkni
Orðmyndunarleg virkni viðskeyta er flókið fyrirbæri og margir þætt-
ir geta haft áhrif á hana. Segja má að mælanleg virkni viðskeytis
ráðist af því hversu mörg ný orð viðskeytið getur myndað á ákveðnu
tímaskeiði (sjá Haspelmath 2002 og Þorstein G. Indriðason 2008), oft
nefnd söguleg virkni. Sjálfstæð orð sem seinni liðir eiga með auðveld-
ari hætti en viðskeyti að geta myndað ný orð þótt finna megi viðskeyti
sem eru jafn virk ef ekki virkari en sjálfstæð orð í sömu stöðu. Viðskeyti
geta hins vegar verið mismunandi virk, allt frá allvirkum viðskeytum
eins og -leg, -ari og -un, sem mynda fjöldamörg afleidd orð, til lítt
virkra viðskeyta á borð við -nað, -ald og -erni sem mynda frekar fá
afleidd orð og eru jafnvel (a.m.k. -ald) hálfgerð gerviviðskeyti sem
í nútímamáli hafa einungis nýst við lærða orðmyndun (sjá Þorstein
G. Indriðason 2008). Ástæður virkninnar í fyrrnefnda hópnum eru
margvíslegar en miklu skiptir t.d. fyrir virkni viðskeytisins -leg að það
getur tengst grunnorðum af flestum orðflokkum sem eru fjölbreytt að
byggingu. Á hinn bóginn getur virkni viðskeytis, sem tengist orðum
af aðeins einum orðflokki, einnig verið mikil. Virknin er þá háð stærð
orðflokksins og fjölda orða innan hans sem viðskeytið getur tengst.
Viðskeyti eins og t.d. -ari og -un eru góð dæmi um þetta. Viðskeytið
-ari tengist bæði veikum og sterkum sögnum og þá mörgum slíkum
en -un getur aftur á móti yfirleitt aðeins tengst veikum sögnum af 4.
tunga_18.indb 25 11.3.2016 14:41:09