Orð og tunga - 01.06.2016, Qupperneq 36
26 Orð og tunga
flokki sem er reyndar það stór flokkur að virkni viðskeytisins mælist
töluverð (sjá Þorstein G. Indriðason 2005:55–57).27
Ef við reynum að meta virkni orðlíkra seinni liða á borð við -taki,
-hýsi, -lendi og -girni kemur í ljós að þeir eru nokkuð vel virkir, þ.e.
þeir geta staðið með fjölmörgum og fjölbreyttum grunnorðum.28 Í
þessum dæmum sjáum við að bygging grunnorðanna er margvísleg,
þau geta verið einföld að byggingu (rætur) og flóknari, þ.e. þar sem
fyrri liðurinn er í eignarfalli og samsettur líka, sbr. sýnishorn+a-taki. Að
þessu leyti líkjast þessir liðir sjálfstæðum orðum og eru frábrugðnir
flestum viðskeytum nema e.t.v. viðskeytinu -legur sem einnig hefur
mörg orðleg einkenni til að bera:29
(26)
-taki
arf-, verk-, erfðalands-, framleigu-, við-, leigu-, lán-,
orð-, próf-, sjálf-, skulda-, tryggingar-, tíundar-, vígslu-,
árgjalds-, mót-, tví-, gjald-, ákvörðunar-, hand-, mál-,
sýna-, sýnishorna-, hlut-, þjónustu-
Orðliðurinn -taki tengist að mestu nafnorðum sem geta þá verið ein-
föld, sbr. arf-, eða flóknari, sbr. samsettu orðin erfðalands- og árgjalds-
og forskeytta orðið framleigu-.
(27)
-hýsi
af-, almennings-, aðal-, blót-, bragga-, ein-, for-, forn-,
geymslu-, glugga-, graf-, hamra-, há-, heim-, her-
manna-, inn-, jarð-, kjör-, kot-, laun-, lág-, mjólkur-,
moldar-, ný-, prúð-, rjáfur-, skóg-, skúr-, stein-, sumar-,
svart-, svefn-, sýningar-, torf-, torg-, tré-, turn-, tví-,
vot-, út-, úti-, þak-, þjóð-, þröng-, hversdags-, hjól-,
skjól-, felli-, neðansjávar-, ný-, stjórn-, stór-, bað-,
einka-, gull-, háskóla-, marg-, pall-, bókasafns-, fram-,
frost-, iðnaðar-, ill-, lang-, al-, bak-, fjöl-, hvolf-, loft-,
skraut-, smá-, starf-
27 Til eru orð eins og lifun og loðun þar sem viðskeytið er notað með öðrum tegund-
um sagna en slík dæmi eru sjaldgæf.
28 Dæmin eru fengin úr Ritmálssafni, Beygingarlýsingu íslensks nútímamáls og úr
ISLEX. Þett a er auðvitað ekki tæmandi útt ekt á því hvað til er af slíkum dæmum
en hér má engu að síður fá góðar vísbendingar um virknina.
29 Í (26) hef ég sett dæmi sem ég reikna með að séu skiljanleg fl estum en hér í neðan-
málsgreininni eru svo dæmi sem gætu verið torskildari: sjótaki, borgtaki, átt taki,
stjarntaki, sverðtaki og hljómtaki.
tunga_18.indb 26 11.3.2016 14:41:10