Orð og tunga - 01.06.2016, Qupperneq 37
Þorsteinn G. Indriðason: Á mörkum afleiðslu og samsetningar? 27
Orðliðurinn -hýsi tengist að mestu nafnorðum, sbr. almennings- og
geymslu-, en einnig lýsingarorðum, sbr. forn-, prúð-, vot- og ill-. Grunn-
orðin geta verið einföld að byggingu, sbr. blót-, torf- og tré-, og flókin
ef því er að skipta, sbr. neðansjávar-, iðnaðar- og bókasafns-. En hver er
merkingarmunur hús og -hýsi eins og hann endurspeglast í þessum
dæmum? Svo virðist sem ákveðin verkaskipting sé milli þessara
tveggja. Þannig getur hús sjaldnast komið í stað -hýsi. Ég fann samt
sem áður fi mm pör í dæmasafni mínu, sbr. jarðhús – jarðhýsi, steinhús
– steinhýsi, sumarhús – sumarhýsi, útihús – útihýsi og bakhús – bakhýsi.
Liðurinn -hýsi virðist oft ast vera notaður um byggingu sem er smærri
í sniðum en hús, þ.e. að -hýsi er smætt unarliður (e. diminuitive suffi x),
-hýsi merkir þá eitt hvað sem er ófullkomnara eða minna en hús. Þett a
á þó ekki við í öllum tilfellum, sbr. háhýsi. Og þess eru mörg dæmi að
ekki sé hægt að nota hús í sömu samsetningu, sbr. *fellihús – fellihýsi,
*skrauthús – skrauthýsi og *pallhús – pallhýsi.
(28) -lendi
akur-, bratt-, fjall-, flat-, gras-, gróður-, hag-, harð-, há-,
jafn-, kjör-, lág-, mó-, mýr-, skóg-, slétt-, undir-, vall-,
vot-, þurr-
Þessi liður tengist jöfnum höndum grunnorðum sem eru nafnorð og
lýsingarorð, sbr. akur-, fjall- og gras- annars vegar og harð-, há- og slétt-
hins vegar. Grunnorðin í (28) eru öll rætur en engin dæmi fann ég
um grunnorð sem voru flóknari að byggingu en það, t.d. samsett orð.
Í aðeins einu tilfelli virðist vera hægt að skipta út -lendi með -land,
þ.e. í gróðurland. Flestar aðrar samsetningar með -land virðast held ur
hæpnar í nútímamálinu, sbr. *akurland, *brattland, *fjallland, *flat-
land, *grasland, *hagland, *kjörland o.s.frv.30
(29) -girni
ábata-, áfloga-, árásar-, áhrifa-, breytinga-, deilu-,
digur-, dóm-, dráp-, drottnunar-, efa-, eigin-, fé-,
frama-, gleypi-, glys-, góð-, hefni-, hégóma-, ill-,
metnaðar-, metorða-, nýjunga-, óbil-, sann-, ósann-,
sín-, skraut-, trú-, ver-, þras-, þrætu-
30 Í Blöndalsorðabók (sjá Sigfús Blöndal 1920–1924) eru hins vegar mörg dæmi með
-land sem bendir til þess að slíkar myndir hafi verið algengari áður fyrr, sbr. akur-
land, dalland, eyland, fj allland, hagaland, heiðarland, kjarnaland, kornland, kvistland,
móland, skógland, undirland og uppland.
tunga_18.indb 27 11.3.2016 14:41:10