Orð og tunga - 01.06.2016, Page 45
Þorsteinn G. Indriðason: Á mörkum afleiðslu og samsetningar? 35
(44) a. Þarna voru bæði tryggingatakar og -hafar samankomnir
b. ?Þarna voru bæði tryggingatakar og einnig -hafar sam-
an komnir
c. ?Þarna voru bæði tryggingatakar og til allrar hamingju
líka -hafar samankomnir
d. ?*Þarna voru bæði tryggingatakar og til allrar hamingju
líka heilmargir bæði vestfirskir og norðlenskir -hafar sam-
an komnir.
Dæmin í (43–44) sýna að einhverjar hömlur virðast vera á því hversu
langt innskotið má vera og hvers eðlis það má vera þegar um orðlíka
liði er að ræða. Slík innskot virðast ganga betur með sjálfstæðum orð-
um. Það virðist sem sagt vera auðveldara að nota langdræga hlið skip-
un í framvirkum brottföllum með sjálfstæðum orðum en orð líkum
lið um og það bendir til þess að orð og orðlíkir liðir hafi mis mun andi
stöðu líka að þessu leyti.
4.9 Forskeyting
Eins og fram kom í 2.2.2, um forskeytingu, þá er forskeytum einkum
skeytt við sjálfstæð orð, sbr. (45):
(45) ó-skemmtilegt, ó-fyrirgefanlegt, ó-sannur, ó-mögu-
legur
Svo vill til að forskeytingin er einnig möguleg með orðlíkum liðum,
sbr. (46):
(46) a. ó-viti
b. ó-lendi, ó-menni, ó-meti, ó-lífi
c. í-hygli
Forskeytingin gengur hins vegar ekki með kerfisvæddum viðskeytum,
sbr. (47):
(47) *ó-legur, *ó-samur
Forskeytingin gengur ekki með hefðbundnum viðskeytum heldur,
sbr. (48):
(48) *ó-un, *ó-ingur, *ó-ull
tunga_18.indb 35 11.3.2016 14:41:10