Orð og tunga - 01.06.2016, Side 47
Þorsteinn G. Indriðason: Á mörkum afleiðslu og samsetningar? 37
c. Framvirkt brottfall er mögulegt með orðlíkum liðum
d. Hægt er að beita forskeytingu með orðlíkum seinni
liðum
Aðrir þættir, sem prófaðir voru, þ.e. hljóðkerfisleg virkni, orð mynd-
un ar leg virkni, staða í eignarfallssamsetningum og afturvirkt brott fall
í hliðskipuðum samsetningum, gefa ekki til kynna skýran grein ar-
mun á orðum, orðlíkum liðum og kerfisvæddum viðskeytum. Þætt-
irn ir kjarnaorð í setningarlið og dreifing skilja svo að sjálfstæð orð og
orð líka liði.
5 Lokaorð
Þeir orðlíku seinni liðir, sem hér hafa verið ræddir, eru fram komnir
með þrennum hætti:
(50) a. karlkynsliðir við núllafleiðslu, so. → no., sbr. fara → -fari
í sæfari, geimfari
b. hvorugkynsliðir með i-viðskeytingu og oft i-hljóðvarpi
í kjölfarið, sbr. gras → -gresi
c. kvenkynsliðir með i-viðskeytingu og oft i-hljóðvarpi,
sbr. ættrækinn → ættrækni
Orðmyndunin í (50) er að því leyti sérstök að til verða orðmyndir sem
ekki geta staðið sjálfstæðar. Samkvæmt flokkun Keneseis (2007) eiga
þessir orðlíku liðir mesta samleið með svonefndum hálforðum (e.
semi words) sem staðsetja má milli sjálfstæðra orða og viðskeytislíkja.
Það sem skilur að orðlíka liði og viðskeytislíki er að viðskeytislíki
geta ekki staðið í framvirku brottfalli og eins að viðskeytislíki eru
kerfisvædd afbrigði sjálfstæðra orða þar sem sjálfstæða orðið lifir
með viðskeytislíkinu. Þetta gildir ekki um orðlíka liði því að í fæstum
tilfellum er hægt að benda á samsvarandi sjálfstætt orð í nútímamáli.
Einkum fernt sýnir skyldleika orða og orðlíkra liða, sbr. (49), en fleiri
atriði greina orð frá orðlíkum liðum. Má þar nefna að orðlíkir liðir
geta ekki staðið sem kjarnaorð í setningarlið og þeir hafa ekki frjálsa
dreifingu eins og sjálfstæð orð.
Ýmislegt bendir því til þess að staðsetja verði orðlíka liði í rýminu
á milli sjálfstæðra orða og hefðbundinna aðskeyta. Það að orðlíkir
liðir hafi mörg einkenni sjálfstæðra orða en jafnframt mörg einkenni
hefðbundinna viðskeyta styður þá greiningu. Í þessu rými er að finna
tunga_18.indb 37 11.3.2016 14:41:10