Orð og tunga - 01.06.2016, Síða 61
Margrét Jónsdóttir: Veik sögn verður sterk 51
4 Sagnir breyta um beygingu
4.1 Inngangur
Flestar sagnir í íslensku hafa haldið beygingu sinni óbreytt ri allt frá
fornu máli til nútímamáls. Hér á eft ir verður sjónum beint að nokkr-
um sem vikið hafa af hefðbundinni leið. Rætt verður um þær sterku
sagnir fyrsta fl okks sem hafa alfarið eða að einhverju leyti orðið veikar
á einhverju stigi í sögu málsins. Allt verður þett a skoðað í fræðilegu
ljósi enda er tilgangur kafl ans sá að setja sögnina kvíða í eitt hvert það
samhengi sem varpað gæti ljósi á breytt a beygingu hennar.15
4.2 Sterkar sagnir
Dæmi eru um að nokkrar sterkar sagnir fyrsta fl okks hafi skilið eft ir
sig spor um veika beygingu í þátíð í fornu máli. Um þessar sagnir
ræðir Noreen (1923:326) lítillega. Sagnirnar hníga, síða, svífa og svíða
segir hann að séu sjaldan veikar en líða og sníða oft ar. Í nútímamáli eru
allar þessar sagnir sterkar.16 Sögnin svífa hefur þó ákveðna sérstöðu.
Sem st-sögn, svífast, er þátíðin jafnvel veik, sjá líka ÍO (bls. 1538). Í
ROH eru nokkur slík dæmi frá 18. og 19. öld; raunar er þar dæmi um
svífaði frá 20. öld. Noreen (1923:326) vísar til Finns Jónssonar um að
gína geti verið veik í þátíð. Með vísan til Venås (1967) má geta þess að
í norsku / norskum mállýskum eru sagnirnar gina (bls. 26), niga (bls.
33), svida (bls. 47) og sviva (bls. 48) sterkar eða geta verið það, líka
lida (bls. 32) og snida (bls. 44). Venås minnist ekki á jafngildi síða sem
Noreen nefnir enda var hana aðeins að fi nna í íslensku ef marka má
Seebold (1970:391).
Á áðurnefndum lista Noreens (1923:326) eru fl eiri sagnir sem vert
15 Sterkar sagnir sömu gerðar og kvíða, þ.e. með stofngerðina -íC-, eru einhvers
staðar í kringum 30 að tölu; auk kvíða eru 6 af gerðinni -íð-. Tölurnar um fj ölda
sagnanna eru byggðar á Valtý Guðmundssyni (1922). Af gögnum hans má ráða að
veikar sagnir af gerðinni -íC-, sem enda á -i í 1. p.et.nt., séu 29 að kvíða meðtalinni;
sagnirnar níða og þíða eru þær einu sem eru alveg sömu gerðar. Því er við að
bæta að skv. Seebold (1970:438) átt i smiþa sér sterkbeygðar myndir í nútíð og
lýsingarhætt i þátíðar í fornsænsku við hlið veikra. Engar heimildir eru um slíka
beygingu í íslensku.
16 Í ÍO hafa sterku sagnirnar líða ‘hreyfast’ (bls. 907), sníða (bls. 1406) og svíða (bls.
1538) líka veika þátíð; þær veiku eru þá merktar sem fornmál. Sögnin síða ‘fremja
seið’ (bls. 1282) á sér líka veika þátíð við hlið þeirrar sterku en sögnin í heild er enn
fremur greind sem fornmál.
tunga_18.indb 51 11.3.2016 14:41:12