Orð og tunga - 01.06.2016, Side 67
Margrét Jónsdóttir: Veik sögn verður sterk 57
(1958:301) (sbr. Hock 1991:230) sem gerir ráð fyrir því að algengara sé
að hljóðavíxl hverfi en að þau verði til.
Eins og áður sagði lýsir hin fræðilega skilgreining Kuryłowicz
vel muninum á kveið og kvíddi. Hún segir hins vegar ekkert um það
hvernig á breytingunni standi. Því verður að leita fl eiri leiða.
Að mati Haspelmaths (2002:124) er stór beygingarfl okkur líklegri
en minni til að efl ast og styrkjast. Þannig birtir orðafj öldinn styrk sinn
og mátt innan síns beygingarkerfi s. Í íslensku byggist þett a fyrst og
fremst á tíðni, þ.e. fj ölda veiku sagnanna og þar með miklum dæma-
fj ölda, en líka á einfaldri beygingu þeirra, einkum þeirra sem mynda
þátíð með -aði.27 Þannig ber að skilja þátíðarmyndun fl estra sagna í
máli barna. Niðurstaðan er því sú að skoðanir Haspelmaths geti ekki
varpað ljósi á það sem gerst hefur. Mikilvægt er samt að hafa í huga
að áhrifsbreytingar eru ekki alltaf fyrirsjáanlegar og því getur hið
óvænta gerst.
Skoðun Haspelmaths byggist á ytri eiginleikum kerfi sins þar
sem hvorki rótargerð né eðli viðkomandi sagnar skiptir máli. Bybee
(1995:430), sem líka hefur rætt um mátt eða orðasafnsstyrk orðahópa,
nálgast málið á svolítið annan hátt . Hún tekur dæmi af hópi enskra
sagna í þátíð með strengnum -ung, t.d. strung og hung. Hún segir að
í sjálfu sér sé engin knýjandi beygingarleg þörf sem kalli á að slíkur
hópur stækki. Það hafi þó gerst og það sé vegna þess að gerðin, streng-
ur inn, dragi að. Bybee segir jafnframt að rannsóknir með bull sagn ir
hafi leitt í ljós að samhljóðastrengurinn skipti meira máli en rótar sér-
hljóðið sjálft þrátt fyrir að það sé það sem breytist. Í ljósi sagnanna,
sem hafa breyst, ályktar Bybee að þátíðarformið skipti meira máli en
form nútíðarinnar enda breytist það ekki. Það sem lýst hefur verið
varð ar hópmyndun á grundvelli formgerðar þar sem merking kemur
hvergi við sögu.
Enda þótt Haspelmath og Bybee nálgist málin á ólíkan hátt byggj-
ast skýringar þeirra beggja á áhrifsbreytingum. Annars vegar eru það
áhrif fj öldans, hins vegar formsins.
5.2 Hvers vegna?
En hvað segir þett a okkur um það að sögnin kvíða skyldi á sínum tíma
27 Með öðrum orðum: Í krafti stærðar breytist hið markaða og verður ómarkað. Þetta
minnir á skoðanir Wurzels (1984). Að hans mati er eðlilegasti beygingarflokkurinn
sá sem hefur mestu tíðnina og stöðugasti beygingarflokkurinn er jafnframt frjó-
samastur. Sú beyging, sem börnum reynist auðveldust, er jafnframt sú eðlilegasta.
tunga_18.indb 57 11.3.2016 14:41:12