Orð og tunga - 01.06.2016, Page 75
Orð og tunga 18 (2016), 65–83. © Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum
fræðum, Reykjavík.
Guðrún Þórhallsdóttir
Tvíræða orðasambandið að ósekju
1 Inngangur
Fróðleiksfús Íslendingur, sem veltir fyrir sér orðmyndinni ósekju í
orða samb andinu að ósekju, fær þær upplýsingar í handbókum um ís-
lenskt nútímamál að þar komi fyrir nafnorðið ósekja.1 Til dæmis sýn ir
Íslensk orðabók (2007:742) að um er að ræða kvenkynsorð sem merk ir
‘sak leysi’ og að forsetningarliðurinn að ósekju merkir ‘án sakar (til-
efnis)’ eða ‘án þess að baka sér sök’. Að forminu til er að ósekju þá
sam bærilegt við orðin að venju þar sem fs. að stýrir þágufalli veiks
kven kynsorðs. Merkingin ‘án þess að baka sér sök’ á við dæmi á borð
við (1a) en merkingin ‘án tilefnis’ fremur við dæmi eins og (1b).
(1) a. ad sa sem kalfafells stad helldur bruke þar skog ad
ösekiu.
(ROH; Biskupsskjalasafn (1706), 17f)
b. sökum óorðs, sem lá á höfninni ekki að ósekju, […]
(ROH; Tímarit Verkfræðingafélags Íslands, 1947)
Nafnorðið ósekja er hins vegar ekki á hvers manns vörum nú á dögum
utan þessa orðasambands og vísun í nafnorð, sem merkir ‘sakleysi’,
gerir ekki fulla grein fyrir upphaflegri merkingu orðanna að ósekju.
1 Þessi grein er byggð á tveimur fyrirlestrum sem ég hef flutt um þetta efni, annars
vegar á ráðstefnunni Orð að sönnu, sem haldin var 8. nóvember 2014 í fyrirlestrasal
Þjóðminjasafnsins í tilefni af sjötugsafmæli Jóns G. Friðjóns sonar prófessors, og
hins vegar á The 34th East Coast Indo-European Conference við Háskólann í Vínarborg
7. júní 2015. Ég þakka áheyrendum á báðum ráðstefnunum fyrir góðar umræður
og ritstjóra og ritrýnum Orðs og tungu fyrir gagnlegar athugasemdir við handrit
greinarinnar.
tunga_18.indb 65 11.3.2016 14:41:13