Orð og tunga - 01.06.2016, Page 79
Guðrún Þórhallsdóttir: Tvíræða orðasambandið að ósekju 69
mun ur að Bjorvand og Lindeman (2000:753) telja gotn. sakjō leitt beint
af so. *sakan og minnast ekki á lýsingarorð, en Ásgeir segir ísl. sekja
leitt af lo. sekur. Það lýsingarorð er ekki varðveitt utan norrænu og
forn ensku (físl. sekr ‘sekur, dæmdur (útlægur)’, fe. sæc ‘óvinveittur,
sek ur’ (Bosworth og Toller 1898:808; Seebold 1970:384)). Það að
traust ar heimildir eru um lýsingarorðið í norrænu kann að hafa hvatt
til þess að gera það að grunnorðinu sem no. sekja var leitt af. Þó virðist
merk ing nafnorðsins varla hafa gefið Ásgeiri tilefni til að leiða það
beint af lýsingarorðinu því að no. sekja merkti ekki ‘það að vera sekur’
að dómi Ásgeirs, heldur ‘deila’.
Höfundar orðsifjabókanna gefa í skyn að nafnorðin, sem eru af-
kom endur frg. *sakjō- og frg. *sakjōn- í germönsku dótturmálunum,
eigi merkinguna ‘deila’ sameiginlega. Við heimildaleit í aðdraganda
þess ara greinarskrifa fannst þó ekki öruggt dæmi um forna nafnorðið
sekja (ósamsett) í þessari merkingu. Það þyrfti ekki að þýða að no. sekja
‘deila’ sé orðabókardraugur, heldur gæti hugsast að no. frændsekja hafi
verið túlkað sem deila milli frænda en ekki brot gegn frændum. Orð
Sighvats, Áslákr hefir aukit frændsekju, merkja þá ‘Áslákr hefur aukið
deilur milli frænda’ og sú túlkun virðist geta átt við. Ef orðið frænd-
sekja liggur eitt hér að baki lítur þó út fyrir að merkingarskýringin
‘deila’ sé byggð á merkingu orðsins í frændtungunum. Einnig er rétt
að hafa í huga að þessar upplýsingar um no. sekja færa lesandann ekki
nær því að skilja tilurð orðasambandsins að ósekju.
2.4 No. sekja ‘sekt’ og ósekja ‘sakleysi’ á síðari öldum
Nafnorðið sekja er ekki víða að finna í orðabókum um íslenskt nú-
tíma mál. Það er ekki í Íslenskri orðabók (2007) né orðabók Sigfúsar
Blön dal (1920–1924). Eldri orðabækur Guðmundar Andréssonar
(1999[1683]), Björns Halldórssonar (1814) og Gunnlaugs Oddssonar
(1991[1819]) nefna það ekki heldur. Íslensk samheitaorðabók (2012:97)
nefnir orðið sekja í langri upptalningu samheita orðsins deila en sýnir
það stjörnumerkt svo að þar er líklega um fornmálsorðið að ræða.
Eitt dæmi um no. sekja er hins vegar í Ritmálssafni, sjá dæmi (8a)
úr Landsyfirréttardómum, og eitt um lýsingarorðið sekjulaus úr verki
Torfhildar Hólm um Jón Arason, sjá (8b).
tunga_18.indb 69 11.3.2016 14:41:13