Orð og tunga - 01.06.2016, Page 85
Guðrún Þórhallsdóttir: Tvíræða orðasambandið að ósekju 75
orða sambandsins at sǫnnu fram sem ‘að því verandi sönnu’, at jǫfnu
sem ‘að því verandi jöfnu’ og fá þannig fram tengsl milli tíðar merk-
ingarinnar og merkingarinnar ‘þannig að það er X’.
Setningagerðin dativus absolutus var allvirk í norrænu og hefur
meðal annars aukið talsvert við safn fastra orðasambanda þar sem
fs. að stýrir þágufalli eintölu hvorugkyns sem endar á -u (físl. at svá
mæltu, at svá gǫru, at svá búnu o.s.frv.). Eitt orðasamband af þessu
tagi er at óreyndu sem merkir ‘þegar það hefur ekki verið reynt, án
prófunar’ og líkist auðvitað að forminu til orðasamböndum þar sem
forsetningin stýrir orði með neitunarforskeyti, t.d. nísl. að óþörfu og að
ósekju. Þegar allt er talið eru orðasambönd með fs. að og lýsingarorði
eða lýsingarhætti, sem endar á -u, svo mörg og svo vel þekkt að sú
hugmynd ætti að kvikna að að ósekju þyrfti ekki endilega að innihalda
nafnorð.
3.2 Lo. ósekr
Orðabækurnar, sem skrá orðasambandið at ósekju undir no. ósekja, út-
skýra ekki upprunalega merkingu þess þannig að lesandinn skilji úr
hverju merkingin ‘án sakar, án refsingar’ varð til. Skýringar hand-
bók anna á merkingu no. sekja og ósekja koma þar ekki heldur að
miklu gagni; a.m.k. er ekki augljóst að hægt væri að setja *að ódeilu
í staðinn eða *að ósekt eða *að sakleysi og fá þannig vit í setningar þar
sem orðasambandið að ósekju kemur fyrir. Vegna þessa vafa er ástæða
til að leggja no. ósekja til hliðar um stund og líta á forna lýsingarorðið
ósekr.
Í eldri textum hafði físl. lo. (ó-)sekr ja/jō-stofna beygingu.9 Það á
m.a. við um Konungsbók Grágásar sem dæmi (15) er úr en hún er það
hand rit sem geymir einmitt elstu dæmin um orðasambandið at ósekju
(sjá dæmi (2) í grein 2.1 að framan).
(15) þo at hon geti með sinom boanda osekiom
(ONP; GrgKonI 22413 [um 1250])
Í þessum flokki lýsingarorða kom j úr hinu forsögulega viðskeyti
fram í beygingunni á undan a og u í eldri textum en j var síðar út-
rýmt úr beygingu flestra orða í flokknum við áhrifsjöfnun. Þeirrar
áhrifs breyt ingar gætir þegar fyrir 1300 að sögn Björns K. Þórólfssonar
9 Lo. sekr er einmitt notað sem dæmi um þennan beygingarflokk í handbók Noreens
(1970:296).
tunga_18.indb 75 11.3.2016 14:41:14