Orð og tunga - 01.06.2016, Page 157
Ritdómur 147
Aðrir flokkar, sem fengið hafa inni í bókinni, eru orðskviðir, sem
oft eru upprunnir í Biblíunni, t.d. Dramb er falli næst, og tilvitnuð orð,
t.d. Allt það er upphaf hefir það skal hafa niðurlag (bls. x).
Höfundur vitnar í skilgreiningu á málsháttum sem Bjarni Vil-
hjálms son setur fram í útgáfu þeirra Óskars Halldórssonar hjá Al-
menna bókafélaginu (1986) og Jón telur um margt ágæta, þ.e. að
máls hættir séu „stuttar og gagnorðar málsgreinar, mjög oft ein setn-
ing hver, sem menn bregða fyrir sig í daglegu tali eða rituðu máli,
gjarn an sem skírskotun til almennt viðurkenndra sanninda um ýmis
fyrirbæri mannlegs lífs“ (1986:vii).
Skilgreiningar á málsháttum hafa lengi verið viðfangsefni mál vís-
inda manna og ýmissa annarra sem og aðgreining málshátta og ann-
arra fastra orðasambanda, svo sem opinna orðtaka. Wolfgang Mieder
er sá fræðimaður sem einna mest hefur fjallað um þau efni á síð ari
árum. Hann skilgreinir málshætti þannig í bók sinni Proverbs. A Hand-
book (2004):
Proverbs [are] concise traditional statements of apparent
truths with currency among the folk. More elaborately stat-
ed, proverbs are short, generally known sentences of the folk
that contain wisdom, truths, morals, and traditional views
in a metaphorical, fi xed, and memorizable form and that are
handed down from generation to generation. (Mieder 2004:4)
En Mieder (2004) segir jafnframt: „It is my contention that not even the
most complex definition will be able to identify all proverbs“ (2004:4).
Helgi Haraldsson, prófessor emeritus í rússnesku, hefur skrifað
um þessi efni (2014) og nefnir sem dæmi frjálsa notkun málsháttar
í textum. Dæmið er Margur leitar langt yfir skammt þar sem 14 dæmi
fund ust við leit með Google að málshættinum í ofangreindu formi
með an orðasambandið langt yfir skammt fannst í 61.000 dæmum.
Helgi dregur eftirfarandi ályktun af rannsókn sinni:
Vårt materiale gir klare eksempler på det faktum at det ikke
fi ns noen absolutt grense mellom åpne idiomer og ordspråk,
herunder bevingede ord, det vil si at grensene mellom disse
to kategoriene er fl ytende. Mange ordspråk med fi gurativ se-
mantikk kan oppløses og deres kjerne anvendes som idiomer
i fri bruk. Idiomer kan på sin side i mange tilfeller „generalise-
res“ for å fungere som ordspråk ved hjelp av visse leksikalske
midler (mange, ingen, oft e, aldri og liknande) eller grammatiske
ditt o (bruk av imperativ) ... (Helgi Haraldsson 2014:84)
tunga_18.indb 147 11.3.2016 14:41:20