Orð og tunga - 01.06.2016, Side 158
148 Orð og tunga
Við samanburð á Merg málsins (1993) og Orði að sönnu kemur í ljós
að sum sömu orðasamböndin eru í báðum bókum. Í formála Mergs
málsins segir m.a.: „Ýmis föst orðasambönd eru hins vegar ekki tekin
með í þessu verki, t.d. hvorki málshættir né auknar sagnir“ (1993:vii).
Dæmi um orðasambönd sem fyrir koma í báðum bókum:
(1) Dagur kemur eftir þennan dag (Orð, bls. 81)
það kemur dagur eft ir þennan dag (Mergur, bls. 97–98)
(2) Koma dagar, koma ráð (Orð, bls. 83)
(þá) koma dagar, (þá) koma ráð (Mergur, bls. 98)
(3) Lengi bylur á láka (Orð, bls. 342)
lengi bylur á láka (Mergur, bls. 386), nefnt orðatiltæki
(4) Hægt er að þreyja þorrann og góuna (Orð, bls. 663)
þreyja þorrann og góuna (Mergur, bls. 726), vitnað er til
„orðatiltækisins“ Hægt er að þreyja þorrann og góuna
Orðasambandið ekki koma allir dagar í einum böggli er í Merg málsins
(1993:96), og nefnt þar orðatiltæki, en það er ekki í Orði að sönnu þó að
það hafi öll einkenni málsháttar.
Afmörkun efnisins milli þessara tveggja rita er því ekki að öllu leyti
skýr. En höfundur gerir rétt í því að taka með í Orð að sönnu meira en
minna af þessum fastmótuðu orðasamböndum sem um ræðir.
Höfundur gerir sérstaka grein fyrir fornum málsháttum sem
hann þekkir orðið vel eftir að hafa lesið öll fornrit í þessu skyni. Þar
er virkilega um auðugan garð að gresja, auk þess sem Biblían hefur
verið drjúg uppspretta, og tekur höfundur fram að hann hafi tekið
meira en minna af efni úr henni.
Í inngangi bókarinnar er ekki fjallað sérstaklega um það form
máls hátta sem nefnt er wellerisms á ensku. Bjarni Vilhjálmsson segir
um þetta form í Íslenzkum málsháttum:
þeir eru stundum lagðir einhverjum í munn, og er þá oft bætt
aftan við málsháttinn orðum eins og „sagði karlinn“, „sagði
kerlingin“, „sagði refurinn“ [...] Sumt af slíku er þó fremur
máltæki, sem hæpið er að fl okka undir málshætt i. (Bjarni Vil-
hjálmsson 1986:xii)
tunga_18.indb 148 11.3.2016 14:41:20