Orð og tunga - 01.06.2016, Page 159
Ritdómur 149
Höfundur hefur tekið fjölda af slíkum málsháttum með í safnið en
tiltekur ekki sérstakt heiti á þessari gerð. Sem dæmi má nefna: Vér
eplin með, sögðu hrossataðskögglarnir (bls. 121), Hér skal (mun) eldur af
verða, sagði refurinn og skeit á ísinn (bls. 116) og Mitt var það en ekki
þitt, kvað bófi, greip annars pening af gólfi (bls. 61). Þessir málshættir eru
tvíliðaðir, tilsvar og lýsing á aðstæðum þess sem það er eignað, og
í þeim verður oft skopleg andstæða milli tilsvars og aðstæðna (sbr.
Hugtök og heiti í bókmenntafræði 1983:177).
3 Einstakar skýringar
Eins og áður sagði er það mikill kostur við Orð að sönnu að skýringar
fylgja málsháttunum. Sjálfsagt má deila um einstakar skýringar og
skulu nefnd nokkur dæmi þess að skýra mætti á annan veg en höf-
und ur gerir eða skýringar mættu vera fyllri.
Mælti Amlóði eitt orð af viti og ekki af viti
Höfundur segir að ekki sé fullljóst hvað liggi að baki málshættinum,
sbr. þó umfjöllun Bjarna Einarssonar um Amlóðaminnið í Munn mæla-
sögum 17. aldar (1955:cxxxv). Skýringuna á uppruna málsháttarins
hefði höfundur t.d. getað fengið úr ágripi Oddaannála af sögu Saxa
mál spaka þar sem sagt er frá Amlóða og þannig tekið til orða: „Enn
þa kongur spurdest wmm manninn svarade Amlode af wite og ei af
wite“ (Oddaannálar og Oddaverjaannáll 2003:19).
Ekki er autt þar hnoðrinn húkir (undir auður lo.)
Skýringin ‘þar er ekki autt rúm sem lítill lufsast; aumur er betri en
enginn’ gefur ekki alveg rétta mynd af merkingunni. Orðin húka og
lufsast verða seint talin samheiti, lufsast merkir m.a. ‘ganga slyttislega’
en húka er ‘að sitja álútur’.
Þegir barnið á meðan það borðar skötufótinn
Skýring höfundar er ‘meðan barnið sýgur pelann er það rólegt’.
Spurn ingin er hvort skýringin er heppileg. Nær hefði verið að hafa
hana í átt að því sem Íslensk orðabók segir: „sagt þegar ætla má að e-r
sé ánægður í bili“ (2005:1373). Þetta er dæmi um að stundum má fá
betri skýringar í Íslenskri orðabók en hjá höfundi og svo virðist sem
hann hafi ekki ráðfært sig svo mjög við þá orðabók en treyst oft betur
á eigin skilgreiningar.
tunga_18.indb 149 11.3.2016 14:41:20