Orð og tunga - 01.06.2016, Page 163
Ritdómur 153
er von af/að fornu tré, með tilvísun til elli og hrumleika manneskjunnar
eða annars sem á fallanda fæti væri.
Það finnst í hlákunni sem falið er í snjónum
‘það sem falið var í snjónum finnst í þíðunni/þegar hann bráðnar’
(Bls. 148, undir finnast.) Hér væri hægt að hugsa sér yfirfærða merk-
ingu, t.d. um að upp komist svik um síðir eða að ekki sé öll von úti
um að finna eitthvað sem týnt er. Það kemur í ljós að undir hláka (bls.
252) er málshátturinn í þessari mynd: Það kemur upp í hlákunni sem
maður felur í snjónum og þá með viðbótarskýringu ‘hið sanna kemur
upp um síðir’.
Lengi er að fjúka til sátunnar
‘lengi þarf að fjúka svo að úr verði heysáta’
(Bls. 490.) Yfirfærð merking er vel sennileg, um það sem seinlegt er
eða gengur hægt.
Seg mér að sunnan, ég er nýkominn að norðan
‘segðu mér fréttir af Suðurlandi, ég var að koma að norðan’
(Bls. 491.) Íslensk orðabók gefur merkingu málsháttarins segðu mér að
sunnan „ég trúi þessu lítt“ (2005:1518) og hefði þessi óbeina merking
mátt koma fram í Orði að sönnu.
Skylt er skeggið hökunni
‘skegg er náið höku; náið er nef augum’
(Bls. 511.) Segja má að merkingin sé gefin yfirfærð með því að tilgreina
merkingarskyldan málshátt, Náið er nef augum, en hér hefði mátt fara
að dæmi Íslenskrar orðabókar og bæta við: „e-ð er nátengt eða líkt öðru“
(2005:1366).
Hver skelfiskinn vill éta, hlýtur skelina að brjóta
‘sá sem vill nýta skelfiskinn verður að brjóta skelina‘
(Bls. 512.) Hér hefði mátt auka skýringuna með því að tilgreina óbeina
merkingu, ‘hafa verður fyrir hlutunum’,‘ekki er allt auðfengið’ eða
þess háttar.
tunga_18.indb 153 11.3.2016 14:41:20