Morgunblaðið - 01.02.2018, Side 10

Morgunblaðið - 01.02.2018, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2018 Gunnar M. Björg [Björgvinsson] kaup- sýslumaður lést á heimili sínu í Liechten- stein 27. janúar á 79. aldursári. Gunnar fæddist í Reykjavík 28. júní 1939 og var hann sonur Kristínar Guðmunds- dóttur og Björgvins Steindórssonar. Gunn- ar ólst upp hjá föður- ömmu sinni og -afa, þeim Steindóri Árna Ólafssyni bygginga- meistara og Guðrúnu Sigurðardóttur konu hans, svo lengi sem þeirra naut við. Afi hans lést þegar Gunnar var 13 ára og amma hans dó tveimur árum seinna. Gunnar lauk skyldunámi. Hann var tæknilega sinnaður, hafði brenn- andi áhuga á flugi og komst á náms- samning í flugvirkjun hjá Braathens á Sola í Stafangri 1955. Hann lauk flugvirkjanáminu í Tulsa í Oklahoma 1958. Að námi loknu starfaði Gunnar um tíma sem flugvirki hjá Flugfélagi Íslands og fór svo til Loftleiða og vann m.a. í Hamborg. Hann aflaði sér flugvélstjóraréttinda og starfaði sem slíkur. Þar kom að hann var beðinn að koma upp tæknideild Loftleiða í Luxemborg 1962. Tungumál lágu vel fyrir Gunnari og náði hann tökum á að tala auk íslensku m.a. norsku, ensku, þýsku, lúxemborgísku, frönsku og ítölsku. Gunnar tók m.a. þátt í flugi Flughjálpar í Bi- afra-stríðinu 1969. Hann tók þátt í að koma Cargolux á fót og starfaði hjá félaginu til 1981. Gunnar sat í stjórn félagsins 1981-85. Hann sneri sér að flugvélasölu í samvinnu við lúxemborgískt fyrir- tæki. Gunnar flutti til Liechtenstein um miðjan 8. áratug síðustu aldar og annaðist þar flugvélaviðskipti og ráðgjöf við flugrekendur víða um heim í gegnum fyrirtæki sitt Trans- reco. Hann var mjög útsjónarsamur í fjármálum og talnaglöggur og efn- aðist vel á viðskiptum sínum. Eftirlifandi eiginkona Gunnars er Evelyne Björg Biewer, frönsk að uppruna. Þau eiga tvo uppkomna syni, þá Marc og Steve. Útför Gunn- ars fer fram í Liechtenstein á morg- un, föstudag. Andlát Gunnar M. Björg kaupsýslumaður 50-60% AFSLÁTTURAF S M Á R A L I N D ÖLLUMÚTSÖLUVÖRUM Laugavegur 61 I Kringlan I Smáralind I sími 552 4910 I www.jonogoskar.is Nýjar vörur í hverri viku Holtasmári 1 201 Kópavogur sími 571 5464 Str. 38-52 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Í tillögum starfshóps um aðgerðir gegn útbreiðslu kynsjúkdóma er meðal annars lagt til að skimun með svokölluðum hraðgreiningarprófum verði skipulögð meðal karlmanna sem stunda kynlíf með öðrum karlmönn- um, fanga, áfengis- og fíkniefnaneyt- enda og þungaðra kvenna. Faraldsfræði kynsjúkdóma hefur löngum verið áþekk faraldsfræði ná- lægra landa. Á síðustu árum hefur orðið vart aukningar á sárasótt, HIV og lekanda. Á árinu 2016 var til dæm- is metfjöldi lekandatilfella hér á landi. Í skýrslu starfshóps heilbrigðisráð- herra sem ætlað var að gera tillögur um aðgerðir til að bregðast við auk- inni útbreiðslu kynsjúkdóma hér á landi kemur fram að ekki er ljóst hverjar eru ástæður fjölgunar tilfella. Hana megi mögulega rekja til breyttrar kynhegðunar, fjölgunar ferðafólks hér á landi, vaxandi ferða- laga Íslendinga til annarra landa og fjölgunar fólks sem sækir um dvalar- leyfi hér. Stjórnvöld marki stefnu Starfshópurinn telur vænlegast til árangurs við fækkun einstaklinga með alvarlega kynsjúkdóma að ráðast sem fyrst í framkvæmd tiltekinna að- gerða. Lagt er til að stjórnvöld marki sér opinbera stefnu og markmið um fækkun kynsjúkdóma. Heilbrigðis- yfirvöld setji sér markmið um að minnsta kosti 10% fækkun á milli ára. Lagt er til að svokölluð hraðgrein- ingarpróf verði meira notuð í opinberri heilbrigðisþjónustu en nú er. Nefnir starfshópurinn nokkra hópa sérstak- lega. Lagt er til að skipulögð verði greining með þessari aðferð meðal karlmanna sem stunda kynlíf með öðr- um karlmönnum, fanga, áfengis- og fíkniefnaneytenda og þungaðra kvenna. Þá er lagt til að skólahjúkr- unarfræðingar geti gert rannsóknir á nemendum grunn- og framhaldsskóla vegna gruns um klamydíu. Þótt hraðgreiningarprófum sé beitt í auknum mæli er lögð áhersla á að niðurstöðurnar verði í flestum tilvik- um staðfestar með hefðbundnum greiningarprófum. Smokkum og nálum dreift Starfshópurinn leggur til að nálar, sprautur og annar búnaður verði af- hentur fíkniefnaneytendum án endurgjalds. Meðal annars verði hug- að að því að neytendur geti nálgast slíkt í sjálfsölum og sérstökum neyslurýmum. Lagt er til að smokkum verði dreift án gjalds til fíkniefnaneytenda, ein- staklinga á sjúklingamóttökum heil- brigðisstofnana, fanga og grunn- og framhaldsskólanemenda. Þá verði leitað leiða til að auka aðgengi smokka á skemmtistöðum. Starfshópurinn leggur til að fræðsla um kynheilbrigði og kynsjúkdóma verði aukin í skólum, meðal fólks í áhættuhópum og hjá almenningi. Loks er lagt til að notkun fyrir- byggjandi lyfs gegn HIV-sýkingu verði niðurgreidd af ríkinu. Skipulögð verði skimun fyrir kynsjúkdómum  Ráðist verði í aðgerðir vegna aukningar kynsjúkdóma AFP Par í Frakklandi Opinber nefnd leggur til að að fræðsla um kynsjúkdóma verði aukin. Þá fái fíkniefnaneytendur greiðari aðgang að hreinum nálum og sprautum, og smokkum verði dreift án endurgjalds til ýmissa hópa. Viðskipti

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.