Morgunblaðið - 01.02.2018, Side 34

Morgunblaðið - 01.02.2018, Side 34
34 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2018 ÚR BÆJARLÍFINU Skapti Hallgrímsson Akureyri Þorsteinn Pétursson, skipasmiður og fyrrverandi lögreglumaður á Akureyri, er mikill áhugamaður um verndun tréskipa og báta og fer fyrir hópi sem sér um bæjarprýðina Húna II á Akureyri. Þorsteini er mjög í mun að mörkuð verði stefna varð- andi varðveislu báta og skipa ekki síður en húsa. Honum sárnar hve margir bátar og skip hafa verið brennd og hve mörgum slíkum sökkt. „Ef skipi er fargað, það höggvið eða brennt er það óaftur- kræft,“ segir hann. Þorsteinn spyr, í samtali við Morgunblaðið: Eru tréskip og bátar menningarverðmæti? Spurningunni svarar hann „að sjálfsögðu“ játandi. Segir að í gegnum tíðina hafi mikl- um fjármunum verið varið til vernd- unar og viðgerðar á húsum, sem sé að sjálfsögðu gott og blessað. „Auð- vitað er gott að varðveita menning- arleg gildi sem víðast og segja má að hús standi mörgum næst. En mér þykir slæmt hve fáir virðast hafa áhuga á að varðveita þau miklu menningarverðmæti sem felast í tré- bátum sem notaðir voru til að færa björg í bú; segja má að með þessum bátum hafi verið lagður grunnur að því að hægt var að byggja öll þessi hús.“ Þekkingarsetur á Akureyri? Þorsteinn segir að í öllum lands- hlutum hafi á sínum tíma verið smíð- aðir tígulegir eikarbátar í öllum stærðum, sem báru vitni um ein- stakt handverk og kunnáttu sem að mestu sé horfin. Umræddir bátar hafi sett svip sinn á sjávarbyggðir um allt land og erfitt sé að nefna eitthvað eitt sem skapaði meiri at- vinnu og stuðlaði að meiri uppbygg- ingu en tilvera þessara báta. „Í nýlegum lögum um menningar- minjar eru skip varla nefnd,“ segir Þorsteinn, „en þó tekið fram að þau sem smíðuð voru fyrir 1950 teljist fornmunir.“ Hann bendir á að örlítið hafi mið- að í rétta átt varðandi verndun tré- báta og skipa og „vonandi er stjórn Minjaverndar að vakna til lífsins. Hún telur vonandi rétt að koma að því að varðveita þennan menningar- arf; báta og skip sem með harðfylgi sjómanna gerðu landanum fært að byggja hús. Hér á landi hefur ekki verið mörkuð stefna varðandi varð- veislu báta og skipa og við höfum brennt eða sökkt mörgum. Það komu engir sérfræðingar til að mót- mæla niðurrifi skipa eins og þegar hús eru rifin. Nágrannar okkar standa vel að verndun báta og ný- lega var auglýst hér á landi eftir nemum sem vildu læra skipasmíðar í Danmörku.“ Fáir skipasmiðir á Fróni hafa enn þekkingu til verksins, að sögn Þor- steins, „og eitt af þeim skrefum sem þarf að stíga er að fá nema í skipa- smíði. Nauðsynlegt er að halda uppi og auka við þekkingu í skipasmíðum og ég legg til að valin verði ein stöð hér á landi sem yrði falið það verk- efni að varðveita þekkinguna. Hjá Slippnum á Akureyri starfa enn nokkrir sem eru menntaðir skipa- smiðir og hægt væri að gera þetta í samvinnu við Verkmenntaskólann og Háskólann á Akureyri og koma þar upp þekkingarsetri sem tengdist skipasmíði.“ Saga strandþjóðar Í þessu sambandi vill Þorsteinn að forgangsraðað verði varðandi skip og báta. Í fyrsta lagi verði hugað að skipum sem smíðuð voru hérlendis og eiga sér sögu hér, í öðru lagi þeim sem smíðuð voru erlendis fyrir Ís- lendinga og eiga sér sögu hér, í þriðja lagi önnur skip og bátar og loks skip eða bátar sem tilheyri fé- lagasamtökum eða safni. „Nokkur fjöldi eikarbáta er enn þá til sem vert væri að varðveita, gefa nýtt líf og viðhalda með því sögu okkar sem strandþjóðar. Einnig er vert að huga að stálbátum sem komnir eru til ára sinna. Það voru gleðifréttir þegar áhugahópur tók í sínar hendur dráttarbátinn Magna, fyrsta stálskip sem smíðað var á Íslandi, og nú nýverið Hafnar- bátinn Haka í Reykjavík.“ Þorsteini er ofarlega í huga María Júlía BA 36, fyrsta björgunarskúta Vestfirðinga, sem á sér glæsta sögu sem slík, „en ekki síður úr landhelg- isstríðinu 1958, sem einn af varðbát- unum í baráttu um yfirráð Íslend- inga yfir fiskinum í sjónum í kringum landið. Skipið var síðan notað sem hafrannsóknaskip á milli stríða og björgunaraðgerða. María Júlía er nátengd sögu Vestfirðinga. Skipið er 137 brúttósmálestir að stærð og 27,5 m að lengd, smíðað í Danmörku og kom hingað til lands snemma vors 1950. Auk þess að vera útbúið til björgunarstarfa var það hannað til að gegna fjölþættu hlut- verki á sviði hafrannsókna og strandgæslu. Þessu skipi má ekki farga. Vestfirðingar verða að bjarga skipinu.“ Þorsteinn er einn þeirra sem sjá um Húna II, sem smíðaður var á Ak- ureyri 1963, og segir hann vel heppnað dæmi um hvernig til geti tekist. „Eftir að honum var lagt 1994 björguðu hjónin Þorvaldur Skafta- son og Erna Sigurbjörnsdóttir Húna II frá niðurrifi, en komin var úreld- ingarkrafa á skipið. Húni II kom til Akureyrar 2005 þar sem Iðnaðar- safnið á Akureyri eignaðist skipið með framlagi frá Akureyrarbæ, KEA og ríkissjóði. Var það vel gert og vert að þakka það. Hollvinafélag Húna II sér um allan rekstur og við- hald skipsins. Öflugur hópur manna kom þegar að verkefninu og vinnur í sjálfboðavinnu, en auk þess nýtur framtakið mikils velvilja. 240 félagar eru nú skráðir í Hollvinasamtökin. Það er grundvallaratriði svo hægt sé að varðveita skip af þessari stærð að samtök eins og Hollvinir Húna II komi að verkinu. Skipin verða að vera haffær og hafa hlutverk. Húni II hefur unnið sér sterka stöðu í bæjarlífi Akureyrar og skólaverk- efnið fyrir nemendur 6. bekkjar hef- ur hlotið mikið lof.“ Ár menningararfsins Nýhafið ár hefur verið útnefnt evrópska menningararfsárið af Evrópuráðinu og framkvæmda- stjórn Evrópusambandsins. „Rauð- ur þráður sem valinn hefur verið til að tengja saman viðburðina á Íslandi er strandmenning og meginþemað er að virkja fólk og fá það til að velta fyrir sér gildi menningararfsins fyrir sig og samfélagið í heild.“ Það væri vel við hæfi á árinu, segir Þorsteinn, að auka hlut Minja- verndar í skipa- og bátavernd. „Ég skora á stjórnvöld, Þjóðminjasafnið og Minjavernd að koma myndarlega að því að varðveita þessa menn- ingararfleifð okkar. Vel hefur verið staðið að verndun húsa, nú er komið að verndun skipa og báta. Norræna strandmenningarhátíðin verður á Siglufirði 4. til 8. júlí í sumar. Von- andi er að sú hátíð verði fjölsótt og þangað komi skip frá nágranna- löndum okkar.“ Bátar mikil menningarverðmæti  Marka verður stefnu um varðveislu  Engir sérfræðingar mótmæltu niðurrifi skipa eins og þegar hús eru rifin  Þekkingarsetur á Akureyri?  Strandmenning á ári evrópska menningararfsins Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Gaman um borð Krakkar í 6. bekk Hrafnagilsskóla um borð í Húna II í fyrrasumar. Börn af svæðinu hafa í nokkur ár farið á sjó, en verkefnið er unnið í samvinnu við Háskólann á Akureyri. Börnin fá fræðslu um öryggismál og um lífríki sjávar, veiða, grilla og borða. Þorsteinn Pétursson er lengst til vinstri. Ljósmynd/Þorsteinn Pétursson María Júlía „Vestfirðingar verða að bjarga skipinu,“ segir Þorsteinn. Ljósmynd/Þorsteinn Pétursson Trénaglar Gamall bátur gerður upp í norskri skipasmíðastöð. Leitar þú að traustu Smiðjuvegur 30 (GUL GATA) | 200 Kópavogi Sími 587 1400 |www. motorstilling.is ALHLIÐA BÍLAVIÐGERÐIR < HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA Lífslíkur bílsins margfaldast ef hugað er reglulega að smurningu.ENGAR tímapantanir MÓTORSTILLING fylgir fyrirmælum bílaframleiðanda um skipti á olíum og síum. Ármúla 17, 108 Reykjavík, sími 552 8636, mbr.is Allt fyrir raftækni Hljómtæki Cambridge Audio YOYO S Bluetooth hátalari 26.900 kr.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.