Morgunblaðið - 01.02.2018, Side 47

Morgunblaðið - 01.02.2018, Side 47
FRÉTTIR 47Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2018 Stema kerrurCompair loftpressur Breitt úrval atvinnutækjaBreit úrval atvinnut kja Stema kerrurCompair loftpressur Við græjumþað Til sjós eða lands Opið 8:30 - 17:00 virka daga - Sími: 562 3833 asafl.is HJALLAHRAUNI 2, 220 HAFNARFIRÐI Há verðlaun í fegurðarsamkeppni á árlegri úlfaldahátíð í Sádi-Arabíu hafa orðið til þess að sumir úlfalda- ræktendur hafa freistast til þess að nota fylliefni og bótox til að fegra dýr sín. Fjórtán úlfaldar hafa verið dæmdir úr leik vegna slíkra fegr- unaraðgerða á mánaðarlangri úlf- aldahátíð sem kennd er við Abdul- aziz konung. Hátíðin er haldin árlega með stuðningi konungs Sádi-Arabíu og laðar til sín fjölmarga úlfalda- ræktendur frá löndum við Persa- flóa. Verðlaunaféð nemur alls 57 milljónum bandaríkjadala, jafn- virði 5,7 milljarða króna. Um 30.000 úlfaldar taka þátt í hátíð- inni í ár. Skipuleggjendur hátíðarinnar hafa hafið herferð gegn fegrunar- aðgerðunum, sem virðast hafa orð- ið algengari vegna harðrar sam- keppni þótt ræktendum sé refsað þegar þeir eru staðnir að brotum á reglunum. Dæmi eru um að ræktendur eyði jafnvirði hundraða milljóna króna til að rækta gott og fagurt úlfalda- kyn. „Sumir ræktendur hafa ekki efni á dýrum úlföldum,“ hefur fréttaveitan AFP eftir Abdullah bin Naser al-Dagheri, einum dóm- ara hátíðarinnar. „Þeir kaupa ódýra úlfalda, sem eru ekki mjög álitlegir, og reyna að fegra þá með aðferðum sem eru ekki leyfilegar. Við höfum gripið til harðra að- gerða gegn slíkum svikum.“ Drúpandi varir, hár háls og lýta- laus hnúður á baki eru á meðal þess sem er talið einkenna fagran úlfalda, að sögn AFP. Þegar keppendurnir eru staðnir að fegrunaraðgerðum mega úlf- aldar þeirra ekki taka þátt í feg- urðarsamkeppninni í þrjú til fimm ár. Nokkrum dögum áður en úlf- aldahátíðin í ár hófst skýrðu fjöl- miðlar í Sádi-Arabíu frá því að dýralæknir hefði verið staðinn að því að setja fylliefni og bótox í úlf- alda sem voru skráðir í keppnina. Málið olli miklu uppnámi og marg- ir kröfðust þess að refsingarnar við fegrunaraðgerðum yrðu hertar. Auk fegurðarsamkeppninnar fara fram úlfaldakappreiðar á há- tíðinni. Henni lýkur í dag með at- höfn undir stjórn Salmans, kon- ungs Sádi-Arabíu. AFP Fegurð í fyrirrúmi Glæsilegir úlfaldar sýndir í fegurðarsamkeppni á árlegri hátíð í Sádi-Arabíu. Um 30.000 úlfaldar taka þátt í hátíðinni í ár og að vanda eru mjög vegleg verðlaun í boði. Nota bótox til að fegra úlfalda  Dæmdir úr leik á úlfaldahátíð

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.